fbpx

Innblásturinn fyrir nýju YSL augnskuggana

Á ÓskalistanumAugnskuggarÉg Mæli MeðFashionInnblásturNýjungar í SnyrtivöruheiminumYSL

Loksins, loksins, loksins eru nýju augnskuggapalletturnar frá YSL komnar í verslanir! Ég var bara búin að fá að sjá testerana og heillaðist samstundis af litasamsetningunum. Það sem heillaði mig þó mest var að hver og ein litasamsetning á sér sögu sem er að rekja til Yves Saint Laurent sjálfs og það er alltaf gaman að sjá þegar merki leita aftur til fortíðar við gerð á nýjum snyrtivörum. Svo er ég algjör sökker fyrir svona innblæstri og sérstaklega þegar sögurnar eru jafn heillandi og þessar sem þið getið lesið í þessari færslu.

Ég er nú þegar búin að prófa nýju augnskuggaformúluna í haustpallettunni sem þið sjáið HÉR hún er því miður ekki í föstu úrvali en hér sjáið þið litina sem eruð það og hver innblásturinn á bakvið þær er.

b0312efbd0cf4e6b833d826162926b8c

N°1 – Tuxedo
Ein fullkomin klassísk palletta. Maður verður að eiga einhverjar svona litasamsetningar þegar á að skella í dökka og kalda litasamsetningu. Hér er innblásturinn og nafnið vísun í það að allar konur eiga að sjálfsögðu að eiga eina fullkomna dragt í fataskápnum eða eins og Yves Saint Laurent sagði,

„For a woman, the tuxedo is an indispensable garment with which she finds herself continually in fashion, because it is about style, not fashion. Fashions come and go, but style is forever“
-YSL

5f56053564ec55773965863dee4ffb7e

N°2 – Fauve
Hér er enn eitt dæmið í nýju augnskuggapallettunum um klassíska litasamsetningu sem á alltaf við. Ég fýla í botn köldu tónana í brúnu litunum en ég er persónulega alltaf hrifnari af köldum brúnum litum heldur en hlýjum.

„For a trench coat lining or an evening gown, the fawn print is an iconic and timeless classic“
-YSL

442d99fc409c45daccb64e619da09b4a

N°3 – Affrique
Hér er innblásturinn og nafnið fengið frá línu sem Yves Saint Laurent gerði árið 1967 sem var vottur til framandi fegurðar. Línan var byggð upp af afhjúpandi blaktandi kjólum sem gerðir voru úr basti, skeljum og viðarperlum.

af9b62f8c74d2ac5894be5a60705b79e

N°4 – Saharienne
Innblásturinn fyrir þessa litasamsetningu er flík sem Yves Saint Laurent hannaði fyrir Vogue myndatöku en varð að einni af einkennisflíkum merkisins – ég hvet ykkur til að googla nafnið til að sjá hver flíkin er en litirnir eru svo sannerlega innblásnir frá henni. Mér sýnist líka á öllu að eitt sinn hafi ilmvatn frá merkinu verið nefnt í höfuðið á flíkinni.

571dd21911e4cec36cacb241a34ec619

N°5 – Surréaliste
Þessi litasamsetning endurspeglar YSL konuna, hún er tjáning djarfs kvenleika en kjarni konunnar er kynþokki, töfrar og heillandi fas hennar. Fjólublái liturinn einkennir margar hannanir merkisins þar á meðal er glasið fyrir Manifesto ilmvatnið.

6e482c7092344d2ac9164cc16cd8cd3e

N°6 – Rive Gauche
Hér er það nýjungagjörnu konurnar sem ættu að vera til í þessa liti – þeir eru alveg tilbúnir til að klæðast eða „ready-to-wear“ eins og lýsingin segir.

b71616a2008d684065dac0fc1d9f070d

N°7 – Parisienne
Parísarkonan er frjáls og nautnafull eins og þessir litir. Ég er alveg sjúk í þessa pallettu og hún er á óskalistanum eins og svo margar aðrar úr þessari línu!

3cfbb11e3948673f67ca7aa0c196b67e

N°8 – Avant-Garde
Þegar það að gerð lína af augnskuggum sem er innblásin frá tískuhúsi þá verður að vera ein svona ögrandi, fyrir konuna sem hræðist ekki neitt og er til í að vekja athygli.

1cc7e8322a7a41d487b2ea358b2faccf

N°9 – Love
Þessi palletta er á topp 3 óskalistanum mínum. Mér finnst litirnir bara alveg ómótstæðilegir! Innblásturinn fyrir þessa litasamsetninu er setning sem Yves Saint Lauren lét hafa eftir sér:

„I’m not a designer. I create happiness“
-YSL

48c60507fd0e2307d95cf6ee9957836a

N°10 – Lumiéres Majorelle
Já hér eru sko litir sem heilla, litasamsetningin minnir mig á pallettu sem var í haustlínu síðasta árs. Djarfir og ögrandi litir sem eru innblásnir frá garði sem ber nafnið Majorelle.

„For many years, I have found in the Jardin Majorelle an endless source of inspiration and I often dream of its unique colors“
-YSL

db312314c04118587b11b6a9af9ec759

N°11 – Ballets Russes
Þessa pallettu verð ég að eignast – ég verð bara að sjá hvernig litirnir blandast saman og hver útkoman verður. Ég heillast alltaf mest af óvenjulegum litasamsetningum og þessi finnst mér bara tryllt! Hér er ein palletta í viðbót þar sem innblásturinn er lína sem hönnuðurinn hannaði en nafnið er líka fengið frá henni.

„Some collections are very special to me, I feel an artistic joy“
-YSL

Ef þið rennduð í gegnum þetta þá sjáið þið að ég girnist mest dáldið skrítnar litasamsetningar og helst þessa bleiktóna – en það er um að gera að stíga aðeins útfyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt sérstaklega þegar um er að ræða svona æðislega augnskugga. Nýja formúlan er bara dásamleg og það er svo gott að vinna með skuggana og þeir blandast svo fallega saman. Litina má eins og mátti við eldri palletturnar nota bæði þurrar og blautar.

Girnist þið einhverja pallettu hér fyrir ofan – látið það eftir ykkur því þær eru á 20% kynningarafslætti í Hagkaupum til 1. okt!

EH

Sjúk í Stellu!

Skrifa Innlegg