fbpx

Video: haustið frá Yves Saint Laurent

AugnskuggarÉg Mæli MeðFW2014makeupMakeup ArtistSýnikennslaYSL

Þá er komið að næsta haustvideo lúkki. Ég byrjaði á Dior lúkkinu núna fyrr í vikunni en í tilefni þess að haustlúkkið frá Yves Saint Laurent er komið í verslanir fannst mér tilvalið að skella því myndbandi í loftið núna.

Eins og fleiri merki er YSL að endurhanna alla augnskuggana sína og þeir fyrstu sem við fáum að prófa eru skuggarnir í lúkkinu. Á næstu vikum mæta svo alveg nýjar augnskuggapallettur í verslanir en innblásturinn á bakvið hverja og eina er virkilega heillandi og þið fáið góða útlistun á þeim þegar þær eru komnar.

Ég heillaðist samstundis að augnskuggapallettunni sem ég fékk að prófa úr lúkkinu og ég vissi samstundis hvað ég vildi gera með litina. Hér fyrir neðan sjáið þið útkomuna…

yslhaust8

Hér eru svo vörurnar sem ég notaði…

yslhaustcollage

Augnskuggapallettan er algjör dásemd og fullkomin í safnið. Pleather áferðin á umbúðum augnskugganna er líka mjög sérstök þar sem hún gerir það að verkum að skuggarnir eru pakkaðir inní nýjustu tískuna…

Varalitirni fjórir sem komu með lúkkinu eru mjög þéttir og eru með mattri áferð sem er einmitt það sem vantaði í úrvalið hjá merkinu. YSL hefur lengi verið þekkt fyrir varalitina sína og þeir ásamt ljómapennanum þykja með bestu vörum í sínum vöruflokki.

Hér sjáið þið svo í stuttu og vonandi einföldu videoi hvernig ég gerði förðunina. Ég mæli með því að þið stillið upplausninni á HD.

yslhaust7

Lakkið finnst mér mega töff því hér er ekki lakk sem er með sanseraðri glitter sand áferð heldur er það matt. Liturinn heillaði mig samstundis en ég fékk að velja á milli tveggja lita og þetta kallaði bara á mig. Stelpurnar hjá YSL voru heldur ekki hissa þegar ég valdi þennan lit þeim fannst hann bara minna sig á mig ;)

Lakkið er með rosalega góða endingu en það fer auðveldlega af. Mörg þessara sandlakka eru með svo mikilli glimmeráferð að það er svo erfitt að taka þau af en það gildir ekki um þetta lakk.

yslhaust5

Ég er svakalega skotin í þessari pallettu og ég á eftir að nota hana mikið núna í vetur enda fullkomnir haustlitir. Ég er að fýla nýju augnskuggaformúluna í tætlur – hún var æðisleg en nú er hún enn betri. Mér finnst líka alltaf kostur að þessa augnskugga má bæði nota þurra og blauta.

yslhaust12

Í dag hófst svo sérstök YSL kynning inní Debenhams en næstu daga verða förðunarfræðingar frá merkinu á svæðinu og þá getið þið fengið góða kynningu á vörunum og mögulega platað stelpurnar að gefa ykkur hugmyndir um hvernig þið getið notað litina – ég er alla vega núna búin að gefa ykkur eina hugmynd.

Í tilefni kynningarinnar er líka 20% afsláttur af Touche Eclat farðanum og gullpennanum – ef ykkur líkar vel við ljómapennann þá verðið þið að prófa farðann.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér og nota í videoinu fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Hárdekur hjá Fíu

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Eva Björk

    29. August 2014

    Hvað heitir þetta naglalakk?