Ég er ótrúlega skotin í því trendi sem er mjög heitt í tískuheiminum núna að vera með neglur í stíl við varirnar. Ég sótti einmitt innblástur fyrir eina af förðununum í myndaþættinum fyrir Reykjavík Makeup Journal í það trend.
Ósjálfrátt er ég núna farin að hugsa þegar ég fæ mér nýjan varalit hvort ég eigi ekki örugglega naglalakk í stíl. Mörg merki eru líka farin að framleiða vörur fyrir neglur og varir í sömu litum. Fyrr á árinu sendi MAC frá sér línu sem innihélt nokkrar lykilförðunarvörur í sömu litum og fyrir haustið gerði Guerlain það sama með gloss og naglalökk.
Hvað segið þið um þetta – er ég farin að pæla of mikið í hlutunum eða eruð þið sammála?
EH
Skrifa Innlegg