fbpx

Í tilefni alþjóðlega HIV Aids dagsins

Ég Mæli MeðMACSnyrtibuddan mínVarir

Í dag er alþjóðlegi HIV Aids dagurinn og í dag mun MAC hér á Íslandi fyrir hönd “The MAC Aids Fund” afhenda ávísun að upphæð 2.000.000,- króna sem HIV Ísland notar til þess að fara í alla grunnskóla á landinu með forvarnarfræðslu fyrir 9. og 10. Bekkinga. En MAC hér á landi safna í sjóðinn með sölu á Viva Glam vörunum en allt andvirði þeirra rennur óskipt í þennan flotta sjóð sem er sá annar stærsti sinnar tegundar í heiminum.

Ég á tvo Viva Glam liti og ég verð eiginlega að fara að eignast fleiri liti og í dag er einmitt dagurinn til að splæsa í liti. En Viva Glam litirinir eru 6 talsins, varalitir og gloss. En á hverju ári er valin stjarna sem hannar lit fyrir Viva Glam línuna og lifir sá litur í eitt ár í senn. Í ár er það að sjálfsögðu Rihanna sem hannaði litina og það er nú þegar búið að kynna nýjasta talsmann línunnar og birta myndir af fyrstu litunum hennar sem þið finnið hér neðar í færslunni.

vivaglam2-620x413

Hér er ég með VIVA Glam I glossinn, fullkominn rauður litur og mjög hátíðlegur alveg tilvalinn sem jólaliturinn í ár.

vivaglam4-620x413

En þessi litur finnst mér bara einn sá fallegasti sem ég hef nokkur tíman séð en þetta er fyrri Rihönnu liturinn sem er svo fallega, hátíðlega rauður.

Ég reyni að nýta hvert tækifæri sem mér gefst til að vekja athygli á þessu flotta framtaki MAC og plataði því hana Rakel sem er verslunarstjóri MAC í Kringlunni í smá viðtal fyrir síðasta tölublað Reykjavík Makeup Journal. Skjáskot af viðtalinu finnið þið hér og ég hvet ykkur til að renna í gegnum það því málefnið er verðugt og mér þykir alltaf jafn flott að fara yfir það hvað er hægt að gera fyrir andvirði eins Viva Glams litar.

Fyrir áhugasamar eru örfá eintök af Reykjavík Makeup Journal enn á vappi um verslanir Hagkaupa… ;)

024 025 026 027

 

Nýjasti hönnuður Viva Glam litanna er svo söngkonan Miley Cyrus en það er nú þegar búið að kynna fyrstu litina hennar sem verða fáanlegir í byrjun næsta árs. Ég verð að segja að þó söngkonan sé ekki í miklu uppáhaldi þá fýla ég litina hennar í botn og málefnið er það gott að ég held ég splæsi í báðar vörurnar – varaliturinn er möst og glossinn er eitthvað ó svo girnilegur!

blogger-image-134482994

Ef þið eigið Viva Glam vörur þá er þetta dagurinn til að skarta þeim og styðja þannig þetta flotta verkefni eins vinsælasta snyrtivörumerkis í heiminum í dag. Ef þið eigið enga vöru er um að gera að sýna stuðning í verki og splæsa í fallegan lit því nóg er í boði.

Á laugardaginn næsta verður haldið sérstaklega uppá daginn í báðum versluum MAC hér á Íslandi og þá getið þið nýtt tækifærið og fengið extra góða fræðslu um vörurnar og litina sem í boði eru.

EH

Jólagjafahugmyndir: fyrir hann

Skrifa Innlegg