fbpx

Jólagjafahugmyndir: fyrir hann

Ég Mæli MeðFyrir HannJól 2014Jólagjafahugmyndir

Þá er komið að næstu rommsu af jólagjafahugmyndum og nú er það fyrir hann – ég reyndi að hafa þetta svona ansi fjölbreytilegt og hafði í huga verð og að hafa hugmyndir sem gætu gengið fyrir eiginmann, kærasta, bróður, pabba, afa og frænda og ég vona að þessar hugmyndir geti nýst ykkur.

Undir hverri mynd getið þið fundið upplýsingar um vöruna…fyrirhann1

1. Lenco plötuspilari með USB frá Sjónvarpsmiðstöðinni, hér er um að ræða jólagjöfina til Aðalsteins frá mér og frá honum til mín. Við ákváðum að gefa saman hvort öðru gjöf og gefa okkur þá almennilegar græjur fyrir heimilið og þar á meðal þessi fallegi plötuspilari sem við erum hæst ánægð með! 2. Post Shave Soother frá Clinique, allir karlmenn þurfa góðan after shave og mér hefur þótt langflestir karlmenn tala vel um þennan frá Clinique. Aðalsteinn notaði þennan alltaf þegar við vorum að byrja saman og líkaði vel. Hér er um að ræða vöru sem dregur líka úr roða eftir rakstur svo hún hentar vel viðkvæmri húð. 3. Bjór bókin, þessi er á óskalista mannsins mína og eflaust hjá fleiri karlmönnum – tilvalin gjöf fyrir þá sem finnst bjór góður. 4. Herravörurnar frá Shiseido, þessar eru algjörir gullmolar og vekja lukku hjá þeim karlmönnum sem ég veit að hafa prófað þær. Merkið er svo sannarlega vandað og gæðamikið og vörurnar frá því virka – bæði þær fyrir karlana og okkur konurnar. 5. Hugo Boss Bottled Collector’s Edition, hér er um að ræða klassíska herrailminn frá Hugo Boss sem vafalaust flestar konur og karlar kannast við. Einn af þessum eðal herrailmum sem allir kunna að meta og í ár er hátíðarútgáfan kolsvört og mött – gerist varla karlmannlegra. 6. Clarisonic Aria, góð húhreinsun skiptir karlana okkar jafn miklu máli og okkur og minn uppáhalds húðhreinsibursti er til kolsvartur tilvalinn fyrir herramennina ekki satt. 7. Þverslaufa, ég hef oft gefið Aðalsteini fallega þverslaufu í gjöf og bróður mínum líka. Ég gef þá slaufur sem þeir þurfa að hnýta sjálfir og þeir voru alla vega hæst ánægðir með sínar. Slaufur eru flott gjöf sem þurfa ekki að kosta mikið og t.d. flott gjöf fyrir ykkur sem eruð til tölulega nýbyrjaðar með kærastanum ykkar og vitið ekki alveg hversu vegleg gjöfin þarf að vera. Mér hefur fundist besta úrvalið af slaufum vera í Kormáki og Skildi og svo eru nokkrar æðislegar í JÖR. 8. Design Letters bolli, æðisleg gjöf fyrir kaffidrykkjumennina – stafur míns manns fær að vera á myndinni. 9. Skyrta frá Selected, ég hef yfirleitt alltaf keypt skyrtur á karlmenn fjölskyldunnar í þessari flottu verslun, reynsla mín er góð af þeim og ég og minn karl erum sérstaklega hrifin af skyrtunum sem eru úr 100% bómul, þær fara svo ótrúlega vel úr þvotti og sjaldan sem þarf að strauja þær. Skyrturnar eru líka á mjög góðu verði og ef þið treystið ykkur að giska á stærðir þá eru þær flottar fyrir t.d. pabba ykkar eða tengdapabba jafnvel.

fyrirhann2

 

10. James Bond herrailmir, sama hver það er þeir eru allir frábærir og ótrúlega vinsælir. Ég var mikið að kynna þessa herrailmi fyrir síðustu jól og það var ótrúlega gaman að sjá hvað allir voru hrifnir af þeim enda voru þeir með vinsælustu herrailmunum fyrir síðustu jól og verðið er mikill plús. 11. Wasgij? púsl, minn er reyndar ekki mikill púslari en mágur minn er það og afi minn sérstaklega. Það er frábært úrval af þessum skemmtilegu púslum í Hagkaup og persónulega finnst mér fátt betra en að eiga nýtt púsl til að dunda mér við milli jóla og nýárs. 12. Timberland skór, mjög líklega margir herramenn sem eiga svona par en mér fannst þeir samt eiga heima hér á listanum, klassísk og góðu gjöf sem klikkar ekki. 13. The Hobbit, The Deselation of Smaug, ég er nú þegar búin að kaupa þessa fyrir frænda minn í jólapakkann (hann les ekki bloggið, þetta er allt í góðu;)) og fyrir þá sem þið þekkið sem fýla ævintýraheim Tolkien er þetta skemmtileg gjöf sem er einföld í innkaupum. 14. Davidoff, The Brilliant Game, ég kynntist ilmunum frá Davidoff ekki fyr en ég hellti mér almennilega útí að vera bjútíbloggari fyrir um 2 árum síðan. En síðan ég kynntist þeim fyrst hafa mér þótt þessir ilmir með bestu herrailmunum sem fást og þá sérstaklega The Game týpan en hér er um að ræða nýja týpu sem er nýlega komin í verslanir. 15. Peysa frá Selected, já ég kaupi ekki bara skyrtur í Selected á Aðalstein heldur líka hlýjar peysur, þær eiga það sameiginlegt með skyrtunum að vera á góðu verði og fara vel í þvotti. 16. Lesgleraugu frá See London, minn maður er smá fjærsýnn og notar því stundum gleraugu og sérstaklega við lestur. Við höfum keypt endalaust af alls konar cheap lesgleraugum sem endast helst bara í nokkra mánuði en þessi keyptum við í My Concept Store fyrr í vetur og hann er mjög ánægður og ég líka þar sem þau eru mjög flott. Ef þið þekkið einhvern sem á í vandræðum með að finna flott gleraugu í + mæli ég með þeim. 17. Herrasnyrtitaska frá L’Oreal, hér er um að ræða einhverjar af mínum uppáhalds vörum fyrir herra – dásamlega einfaldar í notkun og á góðu verði. Þetta sett hefur verið fáanlegt í svipuðu útliti áður en þó með öðru innihaldi. Aðalsteinn fékk svona ein jólin okkar og hefur síðan þá notað töskuna mikið í ferðalög og bara inná baði utan um rakvélina. Innihaldið er rakakrem og hreinsigel sem henta fyrir allar húðgerðir – svo er hinn dásamlegi Ryan Reynolds framan á pakkningunum, hann einn hlýtur nú að selja dömunum pakkann :)

Ég vona að þessar hugmyndir geti nýst ykkur sem eigið enn eftir að kaupa gjafir fyrir karlana í ykkar lífi – næst var ég að pæla í að setja saman jólagjafalistann minn, það gæti orðið svolítið krefjandi verkefni.

EH

1. í aðventu, 10 heppnar fá maskara að gjöf

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1