Það leiðinlegasta sem ég geri er að vera veik heima… – eitt það tilgangslausasta sem til er og fer óendanlega í taugarnar á mér þegar líkaminn segir stopp við mig – í dag er einn af þeim dögum. Þá er lítið annað að gera en að taka upp tölvuna og horfa á nokkra vel valda þætti. Ég hef stundum lagt í vana minn að deila mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum með lesendum en það er dáldið síðan síðast. En þar sem ég ligg í veikindabælinu datt mér í hug að fleiri deila þeim aðstæðum með mér í dag því miður svo ég verð að segja ykkur frá uppáhalds þáttunum mínum þessa stundina…
Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá mér við haustin er að uppgötva nýja sjónvarpsþætti. Venjulega byrja ég á því að gera lista yfir alla nýju þættina, tek test á þeim öllum og svo sigtast smám saman úr listanum. Nú er aðeins liðið á þessa þætti sem voru frumsýndir snemma í haust og það eru tveir sem standa framar öllum.
Jane the Virgin
Þetta er í alvörunni uppáhalds þátturinn minn í dag – algjör guilty pleasure þáttur. Þetta er endurgerð á spænskri sápuóperu sem fjallar um Jane sem er hrein mey, Jane fer í heimsókn til kvensjúkdómalæknis og óvart af mjög svo undarlegum ástæðum fer hún þaðan ólétt af barni yfirmanns síns – þetta er ekki spoiler ég lofa – það er svo mikið, mikið, mikið meira og þetta eru stórkostlegir þættir sem ég býð spennt eftir að sjá í hverri viku.
How to get Away with Murder
Tvö nöfn – Shonda Rhimes og Viola Davis – þegar þessar konur koma saman getur útkoman ekki verið önnur en stórkostleg. Viola leikur hér lagaprófessor og við fylgjumst með henni og hennar aðstoðarmönnum og nemum verja seka og saklausa í réttarsal. Þættirnir fara fram og aftur í tíma og morð sem framið var á skólalóðinni er gegnum gangandi í gegnum þættina og svo er framið annað morð sem tengist því en við erum ekki enn búin að fá að vita hver framdi það og afhverju þó ég hafi mína skoðun á málunum. Þið verðið alveg húkkt eftir fyrsta þátt því lofa ég. Ef þið vitið ekki hver Shonda Rhimes er þá er það konan á bakvið Greys og Scandal – halló snillingur!!
Ef þið eruð svo með SkjáEinn þá verða báðar þessar þáttaraðir í sýningu þar – Jane the Virgin byrjar núna í lok nóv ef ég man rétt og How to get Away with Murder stuttu seinna. Ég er með rásina og ætla klárlega að horfa aftur á þættina þar, þeir eru það góðir!
Sendi batakveðjur og knús á þá sem deila mínum ömurlegu aðstæðum – vona að þið náið ykkur fljótt!!
EH
Skrifa Innlegg