fbpx

Í miðlum

Lífið MittMakeup Artist

Mér þykir alltaf gaman að koma heim eftir vinnu þegar ég veit að heima mun bíða mín spunkunýtt tölublað af Nýju Lífi! Ég átti þannig dag á fimmtudaginn…

Pakkinn var tvöfaldur að þessu sinni, nýjasta tölublaðið og sumarhandbókin, bæði tölublöðin eru glæsileg og virkilega vel unnin sem er svo sem ekki af öðru að búast hjá þessari fínu ritstjórn.

nýttlíf3

Blaðið kom mér líka skemmtilega á óvart en ég fann sjálfa mig í því! Ég er orðin svona svakalega gleymin, ég gleymi án gríns öllu svo ég átti í alvörunni svona – nei ég hér! – móment :)

nýttlíf2

Ég hleypti hinni yndislegu Adísi Páls inná heimilið og leyfði henni að mynda allt sem tengdist snyrtivörum á heimilinu og mér finnst myndirnar alveg æðislegar! Ég svaraði svo nokkrum spurningum frá henni Lilju minni sem stýrir snyrtikaflanum í blaðinu og úr varð þessi skemmtilega síða. Við Lilja grínuðumst svo með það að þetta væri eflaust í eitt af fáum skiptum sem ómáluð dama sæti fyrir á myndum í blaðinu og hvað þá í snyrtikaflanum en ómálaðri líður mér best og þetta átti að vera dáldið ekta.

Sumarhandbókin finnst mér líka æði og mér fannst sérstaklega gaman að sjá þessar myndir…

nýttlíf

Hér má sjá samstarf NIKE og Andreu Magnúsdóttur fatahönnuðar og myndirnar eru fleiri og hver annarri fallegri en það er líka hún Aldís mín sem tók þessar myndir.

Mæli sannarlega með að þið grípið ykkur eintak af þessum tölublöðum sem fyrst – fullkominn lestur í sumarfríinu!

EH

Með fiðring í maganum...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Aldís

    13. June 2015

    Elska þig, elsku Erna Hrund !!! <3