fbpx

Hyljarar eru stórkostleg uppfinning!

Bobbi BrownBourjoisDiorHúðHyljarilorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsShiseido

Það eru til þónokkrar mismunandi tegundir af hyljurum, fullt af aðferðum við að bera þá á og nokkur góð ráð um hvernig þið eigið að velja ykkur hyljara – mig langaði að segja ykkur frá nokkrum af þessum hlutum og ég vona að þið hafið gaman af.

Hyljari er uppáhalds snyrtivaran mín og ég elska manneskjuna sem fann hana upp – ég veit reyndar ekki hver sú manneskja er en árið 1938 kom fyrsti hyljarinn á markaðinn. Hyljarinn var frá snyrtivöruframleiðandanum Max Factor og bar nafnið Erace – á vel við. Svo ég leiði líkur að því að það hafi einmitt verið Max Factor sjálfur sem fann hann upp – eða hafði alla vega vit á því að vera fyrstur með hann á markaðinn.

Ef ég er að fara eitthvað fínt út þá er það hyljarinn sem ég tek með mér í veskið – og varalitur eða gloss – annars sleppi ég öllu öðru. Ég er reyndar hjartanlega sammála góðri vinkonu minni sem gefur góðar leiðbeiningar um hvaða snyrtivörur eigi að taka með sér á djammið – HÉR. En ég tek reyndar bara með mér hyljara með ljómandi áhrifum sem er mun þynnri heldur en margir aðrir hyljarar.

Þegar ég er að velja mér lit af hyljara þá finnst mér gott að hafa í huga að velja annað hvort lit sem er í samræmi við litinn af farðanum sem ég er að nota eða lit sem er einum tón ljósari – ég vel alltaf ljósari lit þegar ég er að fá mér hyljara með ljómandi áhrifum því þá nota ég helst undir augun. Mér finnst húðin verða svo frískleg þegar ég nota ljósari lit. Eins og með farða þá eigiði alltaf að prófa litinn á andlitinu ykkar svo liturinn hæfi húðinni þar. Með farða þá segi ég að þið eigið að prófa litinn á kjálkalínunni svo liturinn hæfi andlitnu og hálsinum svo það myndist ekki gríma – ég hef bara vanið mig á að prófa hyljarana þar líka þó svo það skipti kannski ekki jafn miklu máli.

Ég set hyljarann alltaf á húðina á eftir farðanum ég man ekki alveg hvenær það var sem ég byrjaði á því en mér hefur alltaf fundist það að hyljarinn eigi að hylja það sem farðinn hylur ekki meika sens. Oft vill líka hyljarinn færast til finnst mér þegar ég ber farða á svo þá þarf ég að bæta á hyljarnn og þá klárast hann fyr. Eins nota ég líka oft hyljarana með ljómandi áhrifum sem hightlighter og þá finnst mér betra að nota hann yfir farða.Mér finnst best að doppa hyljaranum yfir svæðið sem ég vil hylja, ég byrja alltaf á því að setja hyljarann á handabakið mitt. Ég set hann aldrei beint með burstanum sem fylgir á húðina – það er meira uppá hreinlæti því þegar ég er að farða aðra þá skiptir það miklu máli svo ég hef líklega bara vanist því og geri það alltaf. Svo doppa ég honum á með fingrunum – þegar ég mála sjálfa mig. Ég strýk honum ekki yfir svæðið nema þegar ég þarf að færa litinn til. Ef þið doppið litnum í húðina þá fáið þið jafna og þétta hulu ef þið strjúkið þá færið þið litinn til og hættan er á að hann endi á allt öðrum stað en þið vilduð hafa hann á. Ekki setja of mikinn hyljara á handabakið í einu svo það fari engin formúla til spillis – svo má áferðin ekki vera of þykk.

Ef þið viljið fá meiri hulu en ykkur finnst þið fá með einni umferð af hyljara. Þá mæli ég með því að þið setjið bara fleiri umferðir – en þá þurfið þið fyrst að matta litinn alveg niður með litlausu púðri – þið getið séð nánari lýsingu á því HÉR.

Hér fyrir neðan sjáið þið að ég hef safnað saman nokkrum af þeim hyljurum sem ég er búin að vera að nota undanfarið….

Shiseido Cream Concealer: Kremaður hyljari sem hylur mjög vel og blandast saman við allt
svo það myndast engin lita/áferðarskil.
L’Oreal BB Concealer: roll on hyljari, létt og þunn formúla sem hylur ágætlega en stálkúlan kælir
húðina í kringum augun og dregur þannig úr þreytueinkennum.
Bobbi Brown Tinted Eye Brightener: Æðislegur hyljari með ljómandi áhrifum sem frískar
uppá húðina í kringum augun og dregur úr þreytueinkennum. Ég er að nota þennan þessa
stundina og ég verð fljót að ná mér í nýjan þegar hann klárast.
L’Oreal True Match: Þéttur hyljari sem gefur matta áferð og felur allt.
Þennan nota ég þegar húðin mín á slæman dag.
Bourjois Helthy Mix: Kremaður léttur hyljari sem gefur fallega áferð og góða hulu.
Gefur húðinni náttúrulega áferð og fallegan lit.
L’Oreal Lumi Magique: Hyljari með ljómandi áhrifum úr uppáhalds
vörulínunni minni frá L’Oreal  – sjáið meira HÉR
Nip+Fab CC EyeFix: Annar hyljari með ljómandi áhrifum en í þetta sinn CC hyljari.
Hann leiðréttir litarhátt og misfellur umhverfis augun með ljósdreyfandi litarkornum
sem draga einnig fram ljóma og hylja bauga.
Dior BB Eye Cream: Gefur húðinni góða og þétta áferð, eyðir dökkum baugum, þrota í húðinni og aukinn ljóma. Elska líka að hann innihaldi SPF 20 – meira HÉR.
Makeup Store Cover All Mix: Ein þekktasta varan frá merkinu er þessi hyljari, rauði liturinn
dregur úr bláma í húðinni og sá guli felur roðann svo er hægt að nota nude litinn til að
blanda saman við hina svo að litirnir passi ykkar litarhafti – eða einan og sér;)

Vona að þið séuð mörgu nær um hyljara eftir þessa „stuttu“ færslu.

EH

Æðislegar Neglur

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Anna Margrét

    6. May 2013

    Heyrðu þetta var stórskemmtilegt shout-out! Áfram hyljarar, ég held þeir hafi svo oft bjargað andlitinu mínu að þeir ættu að fá Friðarverðalun Nóbels.
    Hyljari er og verður það eina sem ég tek með á djammið, ég segi að og skrifa!
    <3

    • Rosalega er ég sammála þér!! Hugsaðu þér hvað þeir hafa eflaust bjargað mörgum konum frá því að missa vitið ;)

  2. Jóhanna

    6. May 2013

    skemmtileg færsla!
    Er einhverji hyljari frá mac sem þú mælir með? :)

  3. Thelma

    6. May 2013

    Frábært færsla og svo sannarlega gagnleg!

    Keep up the good work :)

  4. Steina

    11. May 2013

    Hvar fást nip+fab vörurnar?

  5. Togga

    14. May 2013

    Veit ekki hvar ég væri án hyljara, jú örugglega grafin ofan í holu einhverstaðar í garðinum mínum og myndi ekki þora að koma út. Húðin mín verður oft mjög slæm, rauð og mislit og hyljarar eru í algeru uppáhaldi hjá mér. Hyljari er vara sem ég gæti ekki lifað án!

  6. Jana

    14. May 2013

    Ég er mikið af örum eftir bólum á kinnum, smá roði enn í þeim, hvaða hyljara myndirðu mæla með fyrir svoleiðs?