fbpx

Hvað finnst mér: húðvörurnar frá EGF

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtivörur

Í byrjun sumars fékk ég sendar vörur frá Sif Cosmetics sem eru með EGF húðvörunar á sínum snærum. Ég hef aldrei prófað þær, ég veit lítið um þær og hef lítið heyrt um þær. Ég ákvað að stökkva á tækifærið og nýta sumarið til að prófa þær almennilega og skíra vel frá upplifun minni.

Ef þið hafið þó lesið síðuna vel í sumar þá ættuð þið að hafa séð þeim bregða fyrir hér og þar eins og í snyrtibuddu mánaðarins og í hópmyndatökum :)

Hér sjáið þið dásamlega trioið frá EGF sem ég kolféll fyrir núna í sumar…

egfvörur2

„Vörurnar innihalda EGF frumuvaka sem eru unnir úr byggi sem gegnir lykilhlutverki í líffræði húðarinnar og stuðlar að endurnýjun hennar.“
– fengið að láni á heimasíðu EGF.is

Húðdropar:
Þetta eru nú meiri dásemdar droparnir en þeir hafa verið í stöðugri notkun hjá mér. Fyrsta varan sem ég prófaði af þessum og það má eiginlega segja að ég hafi samstundis fallið fyrir þeim. Droparnir gefa svo mikla fyllingu í húðina og gefa henni svo þægilega tilfinningu að ég get eiginlega ekki lofað þá nóg. Ég held þetta sé í raun varan sem maður ætti að testa fyrst eða að fá alla vega að prófa á handabakinu til að kynnast virkni vörunnar og áferðinni.

Ég las það á heimasíðu merkisins að húðdroparnir eru fljótari að taka til sín á yngri húð og þar af leiðandi er eðlilegt að ég fái svona góða upplifun eftir stutta notkun. Þeir segja að það geti tekið lengri tíma eftir því sem húðin er eldri en ávinningurinn sé á endanum sá sami.

Augnablik:
Ég elska fátt annað en augnkrem sem kæla húðina. Ég hef lengi verið með það á to do listanum mínum að skrifa um öll mín uppáhalds kælikrem því án gríns þá eru mörg þeirra betri en espresso bolli á morgnanna. Þetta krem eða þunna gel eiginlega kælir mjög vel, dregur úr þrota og leysir því upp vökva sem getur verið í kringum augun þegar við erum þreyttar eða undir miklu álagi. Umbúðirnar eru mjög fínar en ef það er eitt sem ég get sett útá þær þá er það það að það kemur of mikið gel þegar maður pumpar einu sinni alla leið. Ég komst því upp á lagið með það að pumpa bara hálfa leið og það er ótrúlega fínt magn því það dreifist vel úr gelinu.

Hafið í huga að þið ættuð helst að dreifa úr augnkremi eða svona geli alveg útað gagnauganu til að ná út allt augnsvæðið og kæla það allt vel. Sumar setja líka meðfram augnbeininu fyrir ofan augað og það geri ég alveg sutndum líka alls ekki alltaf. En af því að gelið er dáldið blautt þarf að leyfa því að fara vel inní húðina og gefa því nokkrar mínútur til að gera það. Ég lærði alla veg af mistökunum og veit nú að ég þarf að bíða smá :)

Dagkrem:
Á krukkunni stendur að kremið sé fyrir venjulega eða blandaða húð en ég myndi líka mæla með því fyrir þurra húð ég alla vega kunni ótrúlega vel við áferðina og tilfinninguna sem kremið gaf mér. Kremið er virkilega fallegt og vel þeytt. Kremið fær hrós fyrir það að fara hratt inní húðina og það er ekkert að asnast við að skilja eftir slóð á yfirborði húðarinnar sem getur smitast í grunnförðunarvörur sem við setjum svo á húðina og mögulega skemmt áferð þeirra. Það gefur þægilega tilfinningu, dreifir vel úr sér og er því drjúgt.

Þessa stundina er ég svo að prófa húðdropana frá merkinu sem eru fyrir líkamann – þeir koma skemmtilega á óvart en fá betri færslu seinna og eftir betri tilraunastarfsemi.

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá er ég búin að vera að prófa vörurnar í sumar, fyrst með reglulegri notkun kvölds og morgna og svo svona af og til til að endurnýja kynni mín af vörunum. En ég verð alltaf að nota húðvörur að staðaldri og í ákveðin tíma til að finna hvernig þær virka.

Af þessum þremur vörum hér fyrir ofan þá verð ég að velja húðdropana sem mína uppáhalds vöru frá EGF sérstaklega vegna þess að mér fannst hún alltaf standa fyrir sínu hvort sem ég notaði þá með þessum vörum eða vörum frá öðrum merkjum. Ég upplifði alltaf þessa þægilegu fyllingar tilfinningu í húðinni og áferðin sem droparnir gefa húðinni minni er alveg dásamleg.

Ég veit að EGF vörurnar fást t.d. í verslunum Hagkaupa og því mögulega mál að kíkja á þær ef ykkur vantar nýjar húðvörur fyrir veturinn. Persónulega nota ég sjaldan það sama á húðina mína á sumrin og veturna en húðroparnir þeir verða notaðir til síðasta dropa sama hvaða árstíð er eða veður. Ef þið eruð þó með mjög þurra húð gæti kremið ekki hentað ykkur því ef ykkar húð er eitthvað eins og mín þá þurfið þið kannski aðeins meiri raka. En fyrir venjulegu/blönduðu húðina er þetta tilvalið – ég sá reyndar á heimasíðu merkisins að það er til sérstakt rakakrem fyrir þurra húð en ég hef ekki prófað það.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Vaknað upp við vondan draum

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Inga Rós Gunnarsdóttir

  3. September 2014

  Fékk prufu af dropunum og fann ekki mun á húðinni minni en kannski virka þeir ekki fyrir alla :)

 2. Erla Bjarný

  3. September 2014

  Ég er búin að vera að nota rakakremið fyrir þurra húð og það er ALGJÖR snilld, þvílíkur munur á húðinni :) Nota það á morgnanna og dropana á kvöldin og húðin hefur aldrei verið betri :)

 3. Ásta Dröfn Björgvinsdóttir

  3. September 2014

  Mamma fékk prufu af EGF dropunum en var ekki að nota þá þannig ég stal þeim, með hennar leyfi samt. Ég var orðin mjög þurr í húðinni en efir að ég byrjaði að nota dropana þá hvarf þessi þurkur alveg og mér finnst ég vera mun frísklegri. Næst ætla ég að splæsa í augnabliki því ég er með bauga langt niður á kinnar, lítill svefn vegna lítillar manneskju sem kom í heiminn í maí :)

 4. Harpa

  3. September 2014

  Ég er búin að vera að nota dagkremið og dropana síðan í maí.
  Ég er ekkert sjúklega ánægð með dropana en mögulega vegna þess að ég taldi þetta gera kraftaverk á bólóttri húð.
  Dagkremið er ágætt og ég tek undir orð Ernu í þeim efnum.
  Langar samt að prófa augndropana, sérstaklega þegar ég er í svipuðum sporum og Ásta Dröfn!

 5. Guðrún Vald.

  3. September 2014

  Ég hef átt bæði dropana og dagkremið og langar að kaupa mér það aftur, virkar alveg rosalega vel á mína þurru húð! En ég væri líka alveg til í að prófa augnkremið, þar sem ég á erfitt með að finna eitthvað sem hentar mínum viðkvæmu augum. Hef mikla trú á þessu merki! :)