Nú þegar sólin er farin að láta sjá sig er um að gera að fara að taka fram sólarvörnina. Vörnin ver okkur fyrir útfjólubláum geislum sólar sem geta skaðað húðina okkar og flýtt fyrir öldrun hennar. Yfir sumartímann tökum við smám saman lit og þó svo við séum með vörn í andlitinu þá fær húðin samt sem áður fallegan lit.
Mig langaði að segja ykkur frá nokkrum lituðum dagkremum sem eiga það flest sameinlegt að vera ekki með SPF undir 20 (það er eitt sem er með SPF 6 en það varð samt að fá að vera með). Annað sem þau eiga sameiginlegt er að þau gefa fallegan ljóma og gefa húðinni aðeins dekkri lit og ýta undir litinn sem hún er kannski þegar komin með. Mörg þessara krema eru BB krem en kallast þá frekar sólar BB krem.
Hér sjáið þið sólar kremin sem gefa húðinni vörn, ljóma og lit – hvað er til og hver er munurinn…
Öll kremin eru ný á markaðnum fyrir utan tvö þeirra, Dior kremið kom síðasta sumar og Sensai gelið er auðvitað klassísk vara sem er búin að vera til ótrúlega lengi. Verðið er auðvitað mjög misjafnt eftir merkjunum eins og alltaf að sjálfsögðu þá mæli ég með eins og alltaf að þið kíkið á testerana á þeim kremum sem ykkur líst best á og prófið á handabakinu og metið hvaða áferð hentar ykkur best.
Ég verð að taka það fram líka að kremin frá Lancome, Guerlain og Helenu ilma eins og sólavarnarkrem – ég elska ilminn af sólarvörnum mér finnst hann alltaf minna mig á sumarið :)
Eitt af þessum er ómissandi fyrir snyrtibudduna í sumar – hvað líst ykkur best á?
EH
Skrifa Innlegg