fbpx

Elle Style Awards: Sine Ginsborg

elledkFashionmakeup

Dönsku Elle Style Awards fóru fram í Kaupmannahöfn í gær og þar mætti fremsta fólkið í tískuheiminum í Danmörku til að sýna sig og hitta aðra. Þetta eru skemmtileg verðlaun og gaman að danskri tísku sé gert svona hátt undir höfði.

Ein verðlaunin eru veitt þeim makeup artista sem þótti skara fram úr á síðasta ári og auðvitað eru það verðlaunin sem ég hef mestan áhuga á. Sú sem hreppti þau í ár heitir Sine Ginsborg og er mjög þekkt í förðunarheiminum í Danmörku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hreppir verðlaunin heldur í það þriðja og það þriðja árið í röð!

Ég fékk þann heiður að fylgjast með þessari hæfileikaríku konu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn núna fyrr á árinu. En hún var í teymi L’Oreal fyrir tískuvikuna og tók þátt að farða fyrir Wackerhaus og Stine Goya.

sine sine2

Sine er ótrúlega hæfileikarík í sínu fagi en hér sjáið þið nokkrar af hennar förðunum…

c6bcc2de0e172d740d1c13e77e95c909 94530b463a8b95c8462ae43dd5762639 ba537f97de76c8b5b0c71a12a1ee4f27 597e02f0e24ec0f49af7196bbd3e513a 5ba466ce9d30d80cf4e86d5d388f1ce2

Ótrúlega fallegar myndir og það sem þær eiga sameiginlegt er að húðin er alltaf lýtalaus! Ég elska þegar lögð er áhersla á að húðin sé alveg pörfekt hvernig sem heildarlúkkið er. Það er eitthvað sem ég reyni alla vega að tileinka mér.

Sine vinnur mikið fyrir dönsku útgáfuna af Elle og ég hvet ykkur til að líta eftir nafninu hennar næst þegar þið flettið í gegnum tímaritið. Einnig hefur hún farðað fyrir forsíðumyndatökur fyrir síðustu tvær forsíður Costume. En auk þess að vinna sem förðunarfræðingur þá er hún með sinn eigin förðunarskóla og þið finnið hana undir @sineginsborgmakeupschool á Instagram þar sem þið getið fylgst með vinnunni hennar og auðvitað skólanum.

Svo ég haldi nú áfram líka að segja ykkur frá verkum Sine þá sér hún alltaf um að farða dönsku söngkonuna Medinu. Þær gerðu fyrir stuttu saman ótrúlega flottan myndaþátt fyrir danska Elle þar sem söngkona var í viðtali.

Sine Ginsburg er nafn sem allt förðunaráhugafólk ætti að þekkja og hafa augu með ;)

EH

 

Neglur dagsins: Ice Cream Kisses

Skrifa Innlegg