fbpx

Hvað er strobe-ing?

FashionHúðLífið MittMakeup TipsSmashboxTrend

Strobe-ing er alls ekki nýyrði í förðun en það er eitt af heitustu trendunum í dag og ég fagna því svo sannarlega! En hvað er strobe – hvernig er strobe áferð. Við getum sagt að þetta sé áferðin mín – þetta er ljómandi, glansandi og falleg áferð sem gefur húðinni heilbrigt útlit. Eins og ég segi alltaf því meiri ljómi því betra – ég elska, elska, elska ljómandi snyrtivörur!

strobe

Strobe er áferð á húðinni sem þið náið fram með því að nota bara hihglighter í andlitið – bara ljómi, engir skuggar. En ég efast reyndar um að það séu margir sem muni hvíla sólarpúðrið sitt á móti en þá er alltaf náttúrulegra að nota kremkennda förðunarvöru í skygginar því það blandast betur saman og þið getið líka blandað ljómanum yfir skygginguna svo hún er minna sýnileg.

Persónulega elska ég þessa áferð mér finnst ljómi svo heilbrigður og mér finnst hann draga fram náttúrulega fegurð húðarinnar minnar því ljóminn ýtir undir útgeislun húðarinnar og það er aldrei ókostur.

strobe6

L.A. Lights Blendable Lip & Cheek Color Stick frá Smashbox í litnum Hollywood & Highlight

Hér sjáið þið mína uppáhalds Strobe vöru í augnablikinu. Þetta er stifti sem ég bara maka yfir allt andlitið en legg áherslu á þau svæði andlitisins sem standa út, ofan á kinnbeinin, á ennið, niður eftir nefinu og í kringum varirnar. Svo nota ég bara svamp – t.d. þann sem er aftan á stiftinu til þess að blanda ljómanum saman við undirstöðuna.

strobe3

Svo þessa dagana er ég voðalega mikið svona ég set létt litað dagkrem á húðina, fljótandi farða eða BB krem. Set svo bara aðeins dekkri kremaða formúlu undir kinnbeinin rétt svo og blanda svo vel saman við grunninn. Svo tek ég fram stiftið og ber það vel yfir alla húðina og nota svo svamp eða buffing bursta til að blanda fullkomna undirstöðu. Set á mig maskara og varasalva og ég er tilbúin. Stundum sleppi ég meirað segja maskaranum ég vil bara hafa náttúrulega áferð og heilbrigt útlit.

strobe5

Það þarf ekki að flækja farðanir dags daglega með ótalmörgum förðunarvörum en stundum þarf maður alls ekki margar. Hér er ég með 5 vörur – litað dagkrem, smá skyggingu, maskara, varasalva og ljómandi stifti. Hér er ein vara í aðalhlutverki sem fær að njóta sín. Strobe stiftið sem gefur ljómandi fallega áferð!

Fullkomin vara til að fela mánudagsþreytuna ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Tumadress

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hrefna Rún

    9. September 2015

    Ótrúlega flott dagförðun, en ein spurning. Hvaða vöru notarðu í skyggingu?