fbpx

Húðdroparnir sem eru að sigra heiminn!

Ég Mæli MeðFyrir eldri húðHúðLífið MittSnyrtivörur

Fyrir nokkru síðan bauðst mér að koma í heimsókn og kynnast vörunum frá EGF eða Bioeffect eins og merkið er betur þekkt sem erlendis. Ég hef áður sagt ykkur frá minni reynslu af vörunum sem ég var þá að prófa í fyrsta sinn og ég heillaðist langmest af húðdropunum mögnuðu eins og svo margir á undan mér. Þessir stórkostlegu dropar vekja mikla athygli hvert sem þeir koma og það var ótrúlega gaman að sjá hversu frægir þeir eru – það er nánst hægt að líkja þeim við Björk og Sigurrós en bara í bjútíheiminum ;)

En að fara í heimsókn og fræðast um merkið og fá að sjá tilraunarglösin þar sem þessi flottu virku efni eru að þroskast og að fjölga sér var eiginlega bara frekar magnað og það var líka bara mjög gaman að sjá hvernig þetta er allt saman gert. Ég heilsaði t.d. bara uppá skvísurnar sem sjá um að setja pakkningarnar saman og að setja vörurnar í þær – þetta er bara gert í höndunum nánast frá A-Ö. En eins og ég segi hér fyrir ofan þá er merkið betur þekkt undir nafninu Bioeffect erlendis og ég hef alltaf laðast sérstaklega að pakkningunum þeirra (þær eru öðruvísi hér á Íslandi nefninlega). Þær grípa svo athygli manns í erlendum tímaritum þar sem ég hef ófáum sinnum rekist á þær og þau sýndu mér t.d. lang flestar af umfjöllununum sem hafa verið gerðar um þessar undravörur og ég þessar vörur hafa verið í gegnum þær að ná til ótrúlega breiðs hóps.

Húðdroparnir sópa einnig að sér verðlaunum og þau nýjustu eru virtustu snyrtivöruverðlaun í Póllandi í flokki lúxussnyrtivara. Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru: Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake. Ég get nú ekki sagt annað en að mér finnist stórkostlegt að vara frá okkar litla Íslandi sé hér í flokki með mörgum af flottustu húðvörumerkjum í heiminum í dag og ég held að við á litla Íslandi áttum okkur ekki á vinsældunum ef ég tala fyrir mig alla vega þá gapti ég af undrun. En vörurnar eru seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í 25 löndum!

SK:, , fot. Podlewski/AKPA

Hér sjáið þið dreifiaðila Sif Cosmetics í Póllandi taka á móti verðlaununum.

Ég verð að segja fyrir mitt leyti að húðdroparnir eru með gæðamestu snyrtivörum sem ég hef prófað. Þetta er vara sem fór óskaplega vel með mína húð, þetta er vara sem er svo drjúg og endist því lengi, þetta er vara sem virkar og gerir nákvæmlega það sem hún segist ætla að gera og að lokum þá er þetta einföld vara í klassískum umbúðum sem er eitthvað sem ég lít alltaf á sem gæðamerki því einfaldara, því betra.

Eftir fræðsluna um merkið fékk ég prufur af nýjustu vöru Sif Cosmetics hér á landi sem hefur eingöngu fengist erlendis og er nú s.s. til hér á Íslandi undir merkinu Bioeffects…

bioeffect

Varan heitir 30 Day Treatment og er sérstaklega öflug meðferð sem er með þrisvar sinnum meira af EGF frumuvakanum en húðdroparnir og fyrir og eftir myndirnar sem ég sá voru sláandi. Þeir hjá Sif Cosmetics tóku líka fram við mig að þær myndir hefðu komið þeim mikið á óvart líka – sem er auðvitað frábært að varan sé að veita öfluga og góða meðferð og sé að skila miklum árangri og sporna þannig við öldrun húðarinnar og draga úr einkennum hennar með því að örva frumurnar okkar. En það sem frumuvakarnir eru að gera er að þeir eru eiginlega að plata frumurnar til að haga sér eins og áður – áður en það hægðist á starfsemi þeirra en það er það sem gerist þegar húðin eldist er að starfsemi húðfrumnanna verður hægari, endurnýjun verður hægari, húðin missir fyllingu og teygjanleika og það slaknar á henni. Það sem gerist einnig er að húðin þinnist en rannsókn sem óháður húðlæknir og prófessor við háskóla í Þýskalandi, Dr. Martina Kerscher, gerði sýndi fram á aukna þykkt í húðinni við noktun á húðdropunum.

bioeffect2

30 daga meðferðar droparnir eru alveg stórkostlega flott vara og húðdroparnir eru það líka – þeir eru t.d. ótrúlega flott gjöf fyrir þá konu sem þið gefið jólagjöf sem á skilið gott húðdekur. Takið eftir því að pakkningarnar eru merktar með Made in Iceland – ég veit ekki með ykkur en ég varð smá stolt þegar ég sá þetta og hugsaði svo – vá þessi flotta vara er til í yfir 700 verslunum, ég er alla vega mjög ánægð með að þessar vörur séu meðal þeirra sem kynna erlent fólk fyrir landinu okkar og duglega og skapandi fólkinu sem býr hér og starfar.

Þemað fyrir næsta Reykjavík Makeup Journal er nú þegar ákveðið og ég hef nú þegar ákveðið að vörurnar frá Sif Cosmetics fái góða umfjöllun og ég hlakka til að deila meiri upplýsingum um þetta flotta merki með ykkur. En auk þess verð ég að mæla með greininni sem hún Lilja Ósk skrifaði í nýjasta tölublað Nýs Lífs um byltingu frumuvakanna í snyrtivöruheiminum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Þær sem fá Max Factor maskarann...

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sigga

  3. December 2014

  Ég hef notað þessa dropa og fyrst elskaði ég þá alveg og líklega fyrsta snyrtivaran þar sem ég sá breytingar á húðinni á mér innan 5 vikna! En svo fór mig að klægja undan þeim – er ég sú eina sem hef lent í því?

  • Reykjavík Fashion Journal

   3. December 2014

   nei, ekki ég alla vega en ég reyndar nota þá ekki að staðaldri bara svona af og til – mér finnst húðin mín ekki alveg þarfnast svo mikillar virkni. En það eina sem mér dettur í hug eða það sem mér dettur t.d. í hug að gæti hafa gerst er bara að húðin þín hafi þurft pásu frá virkninni og hafi mögulega verið að gefa það í skyn… – en kannski eru fleiri sem geta líka gefið þér ráð :)

 2. Bára

  4. December 2014

  Ég keypti mér jólappakka í fríhöfninni með dagkremi og húðdropum.. ég finn mjög mikinn mun eftir aðeins 2 vikur, húðin á mér gjörsamlega glóir, svo slétt og fín. Mæli með þessu all the way. Líka fyrir stelpur um tvítugt til að fyrirbyggja öldrun á húðinni :)

 3. Birna Lísa Jensdóttir

  5. December 2014

  Ég hef notað húðdropana nánast frá því að þeir komu í búðir og er alltaf jafn ánægð. Nota reyndar líka kremið fyrir þurra húð og er virkilega sátt með árangurinn.