Þegar ég lærði grunnnámið í förðunarfræði – fyrir alltof mörgum árum hjálpi mér, þá lærði ég með stiftförðun. Við lærðum að nota þá rétt þannig að við þyrftum að nota lítið sem ekkert og hvernig við áttum að blanda litum saman til að skapa hinn fullkomna lit fyrir hvaða konu sem er. Eftir það notaði ég lítið annað en þá farða og fékk svo hálfgert ofnæmi fyrir svona förðum. Ég valdi frekar eitthvað létara sem væri bæði áferðafallegra og þægilegra að nota. Það eru sko mjög mörg ár síðan þetta var – ég vil helst ekki viðurkenna það þrátt fyrir ungan aldur ;)
Á þessum mörgu árum hefur verið ótrúleg framför í förðunarvörum með þessari formúlu sem ég fagna ákaft. Hér áður var ekkert hægt að nota svona farða án þess einmitt að bara að vera með alltof kökukennda áferð sem lét mann kannski bara líta út fyrir að vera alltof mikið málaður. En ég er á stuttum tíma búin að prófa nýjan stiftfarða frá Bobbi Brown sem ég hef skrifað um áður. Nýjasta stiftförðunarvaran í snyrtibuddunni er svo lúmskt skemmtilegur hyljari frá Shiseido sem ég ætla að sýna ykkur og kenna ykkur hvernig á að nota – þessi hylur sko allt!
Perfecting Stick Concealer/Correcteur frá Shiseido
Hér sjáið þið krafatverkatólið. Í svörtum einföldum hólk sem er skrúfaður upp til að fá hyljarann uppúr. Þessi formúla er svakalega drjúg og það þarf ekki mikið af honum í einu til að ná að hylja það sem maður vill. Þar sem formúlan er drjúg endist stiftið lengi.
Svona nota ég hann… – að sjálfsögðu yfir farðann. Alltaf hyljari yfir farða því hann á að hylja það sem farðinn hylur ekki, annað er bara tvíverknaður og óþarfa sóun á förðunarvörum ;)
Í blöndunina nota ég svo Setting Brush frá Real Techniques, bæði finnt mér hann langbestur í allar svona fínar aðgerðir og enginn annar bursti kemst næst honum í að blanda fullkomlega saman farða og hyljara. Ég byrja á því að dreifa úr hyljaranum bara til að jafna áferðina og svo nota ég fínar og léttar, hringlaga hreyfingar til að blanda saman útlínum hyljarans við farðann svo það sé enginn munur í áferð.
Svona kremuð formúla hylur bara allt saman – það er bara þannig. Það skemmtilega við áferðina er að það er líka hægt að leika sér með svona ljósan lit (ég er með þann ljósasta) og svo að taka dekkri tón í hyljaranum líka til að skyggja andlitið og gera létt contouring yfir andlitið.
Hér fyrir neðan sjáið þið svo hvernig grunnförðunin er þegar ég er búin að blanda hyljaranum saman við farðann. Grunnurinn á alltaf að vera áferðafallegur og sléttur, það er hægt að segja að með grunnvörunum farða og hyljara séum við að skapa hinn fullkomna grunn – eða hinn fullkomna hvíta striga sem við skreytum svo og mótum eftir okkar höfði með ýmsum litum og skemmtilegheitum.
Þar sem áferðin er örlítið sticky þá finnst mér gott að setja smá púður svo yfir bara til að jafa áferðina enn frekar og til að jafna áferðamun frá hyljaranum og farðanum svo það sjáist ekki.
Hér fyrir neðan sjáið þið svo skreytinguna… – hér er ég tilbúin voðalega fín eitthvað, það sem ég elska plómulitaðar varir!!
Þessi er virkilega skemmtilegur og þróuna á svona stick förðunarvörum hefur verið gríðarlega mikil síðustu misseri. Hér er alls ekki lengur um að ræða svakalega þykkar formúlur sem fela allt saman og draga úr öllum einkennum húðarinnar. Hér eru bara flottar formúlur sem gera sitt með áferð sem margar okkar eru að leita eftir.
Í sumar er t.d. flott að setja bara pensilinn beint í hyljarann og bera hann þannig á húðina bara til að fá enn léttari áferð þá yfir BB eða CC krem. Langar að koma því að að ég er enn þeirrar skoðunar að BB kremið frá Shiseido sé það besta fyrir mína húð ég sé ekki enn sólina fyrir því og því verður þessi hyljari frá merkinu flottur með því á minni húð í sumar!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg