STÖK AUGNHÁR: TIPS

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Mitt uppáhald þessa dagana er að vera með stök augnhár en ástæðan er einfaldlega vegna þess að mér finnst ég geta stjórnað betur hvernig ég vil hafa augnhárin. Það er hægt að gera þau náttúruleg eða dramatísk og hægt er að nota einn pakka af stökum augnhárum allavega þrisvar sinnum. Þannig þú ert eiginlega að fá þrjú augnhár í einum pakka, sem er algjör snilld.

Þessi stöku augnhár frá Eylure sem heita Duos&Trios eru mín uppáhalds. Þau eru alltaf tvö og tvö saman eða þrjú stök saman í einu. Með því að hafa þetta svona þá er maður mun fljótari og þarf færri augnhár í einu.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIPS: 

1. Nota rétt verkfæri

Mér finnst alltaf gott að nota plokkara þegar ég set á mig augnhár en það er algjörlega persónubundið. Ef ég nota plokkara þá hef ég meiri stjórn á því hvert augnhárin fara.

2. Gera það sama báðum megin

Það sem ég meina með því er að ef þú byrjar á að setja augnhár með þremur stökum hægra megin að muna að gera það sama strax vinstra megin. Ég hef alveg lent í því að einbeita mér svo mikið að einu auganu að ég gleymdi strax öllu sem ég gerði og þá verða augun ekki eins.

3. Horfa niður í spegil

Mér finnst hjálpa ótrúlega mikið að horfa niður í spegil á meðan ég set á mig augnhár vegna þess að ef ég horfi beint í spegil þá blikka augun meira og þá verður þetta algjör martröð.

*Vöruna keypti greinahöfundur sjálfur en færslan inniheldur affiliate link

 

Hérna er ég um helgina með Duos&Trios frá Eylure

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

SÝNIKENNSLA: MIRACLE COMPLEXION SPONGE

BURSTAR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

HVERNIG Á AÐ NOTA SVAMPINN?

Ég kynntist Miracle Complexion svampinum frá Real Techniques fyrir nokkrum árum en þá hefði mig aldrei grunað að ég yrði svona háð því að nota svampa þegar ég farða mig. Ég elska áferðina sem ég fæ frá svampinum og hversu fljótur maður er að blanda út farðanum. Það er hægt að nota svampa á svo marga vegu og er engin ein leið sem er rétt.

Mér var síðan boðið um daginn að vera með instastory hjá Real Techniques á Íslandi og sýna hvernig mér finnst best að nota Miracle Complexion Svampinn þeirra. Mig langaði að deila með ykkur hvað ég var að sýna þar og vonandi hjálpar þetta einhverjum!

 

HVORT Á AÐ NOTA SVAMPA ÞURRA EÐA RAKA?

Það er hægt að nota svampa þurra eða raka, ef að svampurinn er þurr þá þekur hann meira en ef hann er rakur þá fær maður léttari áferð. Mér persónulega finnst best að nota svampa þegar þeir eru rakir því þá verður áferðin á húðinni létt og falleg en þetta er mjög persónubundið. Ég mæli með að prófa bæði og sjá hvað þér finnst.

 

HOW TO:

Ég nota alltaf flötu hliðina fyrir farða en hún er fullkomin til þess að dreifa vel úr farðanum.

Síðan nota ég kúptu hliðina til þess að blanda út hyljara undir augunum, mér finnst svampurinn líka draga úr þreytu undir augunum því hann er rakur og kaldur. Ég nota líka þessa hlið oft til þess að blanda út krem skyggingar.

Ég elska síðan að nota oddinn á svampinum til þess að fela bólur eða laga eitthver smáatriði

Síðan er ótrúlega mikilvægt að endurnýja svampana sína að minnsta kosti á sex mánaðafresti vegna þess að svampar geta geymt mikið af bakteríum og getur því valdið húðvandamálum. Munum að endurnýja svampana!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

How to: Stifthyljari!

Ég Mæli MeðFyrir & EftirHyljariMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniShiseido

Þegar ég lærði grunnnámið í förðunarfræði – fyrir alltof mörgum árum hjálpi mér, þá lærði ég með stiftförðun. Við lærðum að nota þá rétt þannig að við þyrftum að nota lítið sem ekkert og hvernig við áttum að blanda litum saman til að skapa hinn fullkomna lit fyrir hvaða konu sem er. Eftir það notaði ég lítið annað en þá farða og fékk svo hálfgert ofnæmi fyrir svona förðum. Ég valdi frekar eitthvað létara sem væri bæði áferðafallegra og þægilegra að nota. Það eru sko mjög mörg ár síðan þetta var – ég vil helst ekki viðurkenna það þrátt fyrir ungan aldur ;)

Á þessum mörgu árum hefur verið ótrúleg framför í förðunarvörum með þessari formúlu sem ég fagna ákaft. Hér áður var ekkert hægt að nota svona farða án þess einmitt að bara að vera með alltof kökukennda áferð sem lét mann kannski bara líta út fyrir að vera alltof mikið málaður. En ég er á stuttum tíma búin að prófa nýjan stiftfarða frá Bobbi Brown sem ég hef skrifað um áður. Nýjasta stiftförðunarvaran í snyrtibuddunni er svo lúmskt skemmtilegur hyljari frá Shiseido sem ég ætla að sýna ykkur og kenna ykkur hvernig á að nota – þessi hylur sko allt!

stifthyljari4

Perfecting Stick Concealer/Correcteur frá Shiseido

Hér sjáið þið krafatverkatólið. Í svörtum einföldum hólk sem er skrúfaður upp til að fá hyljarann uppúr. Þessi formúla er svakalega drjúg og það þarf ekki mikið af honum í einu til að ná að hylja það sem maður vill. Þar sem formúlan er drjúg endist stiftið lengi.

Svona nota ég hann… – að sjálfsögðu yfir farðann. Alltaf hyljari yfir farða því hann á að hylja það sem farðinn hylur ekki, annað er bara tvíverknaður og óþarfa sóun á förðunarvörum ;)

stifthyljari3

Í blöndunina nota ég svo Setting Brush frá Real Techniques, bæði finnt mér hann langbestur í allar svona fínar aðgerðir og enginn annar bursti kemst næst honum í að blanda fullkomlega saman farða og hyljara. Ég byrja á því að dreifa úr hyljaranum bara til að jafna áferðina og svo nota ég fínar og léttar, hringlaga hreyfingar til að blanda saman útlínum hyljarans við farðann svo það sé enginn munur í áferð.

Svona kremuð formúla hylur bara allt saman – það er bara þannig. Það skemmtilega við áferðina er að það er líka hægt að leika sér með svona ljósan lit (ég er með þann ljósasta) og svo að taka dekkri tón í hyljaranum líka til að skyggja andlitið og gera létt contouring yfir andlitið.

Hér fyrir neðan sjáið þið svo hvernig grunnförðunin er þegar ég er búin að blanda hyljaranum saman við farðann. Grunnurinn á alltaf að vera áferðafallegur og sléttur, það er hægt að segja að með grunnvörunum farða og hyljara séum við að skapa hinn fullkomna grunn – eða hinn fullkomna hvíta striga sem við skreytum svo og mótum eftir okkar höfði með ýmsum litum og skemmtilegheitum.

stifthyljari6

Þar sem áferðin er örlítið sticky þá finnst mér gott að setja smá púður svo yfir bara til að jafa áferðina enn frekar og til að jafna áferðamun frá hyljaranum og farðanum svo það sjáist ekki.

Hér fyrir neðan sjáið þið svo skreytinguna… – hér er ég tilbúin voðalega fín eitthvað, það sem ég elska plómulitaðar varir!!

stifthyljari

Þessi er virkilega skemmtilegur og þróuna á svona stick förðunarvörum hefur verið gríðarlega mikil síðustu misseri. Hér er alls ekki lengur um að ræða svakalega þykkar formúlur sem fela allt saman og draga úr öllum einkennum húðarinnar. Hér eru bara flottar formúlur sem gera sitt með áferð sem margar okkar eru að leita eftir.

Í sumar er t.d. flott að setja bara pensilinn beint í hyljarann og bera hann þannig á húðina bara til að fá enn léttari áferð þá yfir BB eða CC krem. Langar að koma því að að ég er enn þeirrar skoðunar að BB kremið frá Shiseido sé það besta fyrir mína húð ég sé ekki enn sólina fyrir því og því verður þessi hyljari frá merkinu flottur með því á minni húð í sumar!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Úr Dagförðun í Kvöldförðun

makeupMakeup Tips

Ég veit ekki hvernig týpur þið eruð en ef þið eruð eitthvað eins og ég þá eruð þið alltaf á hraðferð og það er alltaf allt að gerast á sama tíma eða með 5 mínútna millibili – beint eftir vinnu hjá mér. Ég er venjulega lítið sem ekkert máluð á daginn svo ef það er eitthvað skemmtilegt á dagskrá hjá mér eftir vinnu þá fer smá tími í að taka mig til fyrir það. Ég hef þó komið mér upp nokkrum nauðsynlegum vörum í snyrtibudduna mína auk nokkurra flýtileiða – hér eru nokkur frá mér til ykkar sem eigið við sama vandamál að stríða:

  • Ef þið vitið að þið eruð að fara út eftir vinnu eða eruð að fara í partý beint eftir matarboðið hjá ömmu ykkar þá mæli ég með því að þið málið ykkur ekkert alltof mikið. Hafið förðunina sem náttúrulegasta og miðið við að þið séuð bara að grunna húðina – þ.e. að þið séuð ekki komnar með of mikið af förðunarvörum á andlitið ef þið þurfið að bæta á.
  • Ef þið viljið hafa tök á að bæta maskara á augun þá er betra að setja bara léttan lit á enda augnháranna á morgnanna. Ef þið haldið rótinni hreinni þá er auðveldara að ná að greiða í gegnum augnhárin seinni partinn og augnhárin verða þá ekki eins klesst.

  • Eins og þið sjáið á myndunum hérna þá er búið að bæta svörtum blautum agunskugga á augnlokin og setja sterkari varalit á varirnar. Ef þið fílið þetta lúkk þá mæli ég með gel augnskuggum eins og Color Tattoo skuggunum sem eru nýjir frá Maybelline. Það er nóg að nudda þeim bara létt yfir augnlokin með fingrunum – áferðin verður alltaf jöfn – á svo sem við flesta kremaða augnskugga.
  • Þar sem ég mála mig lítið sem ekkert á daginn þá finnst mér oft nóg að setja flottan eyeliner með smá spíss á endanum, bæta aðeins við kinnalitinn og setja svo flottan varalit. Ég er alltaf með Master Precise Eyelinerinn frá Maybelline í snyrtibuddunni. Hann er eins konar eyeliner penni með örmjóum oddi svo það er ekkert mál að gera flottan eyeliner á stuttum tíma.
  • Að auka á skygginguna undir kinnbeinunum getur líka breytt miklu það dregur kinnbeinin ennþá meira fram. Mér finnst oft gott að nota ljósbrúnan mattan augnskugga yfir sólarpúðrið – sem ég nota á morgnanna í skygginguna – því þá kemur ekki of mikill glans í andlitið. Maður vill kannski ekki alveg vera diskó díva í flottu kokteilboði.
  • Notið hyljarann ykkar til að highlighta. Það er alltaf best að vera með hyljara sem er örlítið ljósari en farðinn ykkar, setjið hann undir augun, yfir augnlokin, meðfram nefbroddinum og aðeins á kinnbeinin. Það er fínt að þurfa ekki að burðast með nokkrar vörur þegar þið getið tekið með ykkur eina fyrirferðalitla sem getur gert svo marga hluti.

Ég vona að þessi ráð komi ykkur að góðum notum!

EH