fbpx

SÝNIKENNSLA: MIRACLE COMPLEXION SPONGE

BURSTAR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

HVERNIG Á AÐ NOTA SVAMPINN?

Ég kynntist Miracle Complexion svampinum frá Real Techniques fyrir nokkrum árum en þá hefði mig aldrei grunað að ég yrði svona háð því að nota svampa þegar ég farða mig. Ég elska áferðina sem ég fæ frá svampinum og hversu fljótur maður er að blanda út farðanum. Það er hægt að nota svampa á svo marga vegu og er engin ein leið sem er rétt.

Mér var síðan boðið um daginn að vera með instastory hjá Real Techniques á Íslandi og sýna hvernig mér finnst best að nota Miracle Complexion Svampinn þeirra. Mig langaði að deila með ykkur hvað ég var að sýna þar og vonandi hjálpar þetta einhverjum!

 

HVORT Á AÐ NOTA SVAMPA ÞURRA EÐA RAKA?

Það er hægt að nota svampa þurra eða raka, ef að svampurinn er þurr þá þekur hann meira en ef hann er rakur þá fær maður léttari áferð. Mér persónulega finnst best að nota svampa þegar þeir eru rakir því þá verður áferðin á húðinni létt og falleg en þetta er mjög persónubundið. Ég mæli með að prófa bæði og sjá hvað þér finnst.

 

HOW TO:

Ég nota alltaf flötu hliðina fyrir farða en hún er fullkomin til þess að dreifa vel úr farðanum.

Síðan nota ég kúptu hliðina til þess að blanda út hyljara undir augunum, mér finnst svampurinn líka draga úr þreytu undir augunum því hann er rakur og kaldur. Ég nota líka þessa hlið oft til þess að blanda út krem skyggingar.

Ég elska síðan að nota oddinn á svampinum til þess að fela bólur eða laga eitthver smáatriði

Síðan er ótrúlega mikilvægt að endurnýja svampana sína að minnsta kosti á sex mánaðafresti vegna þess að svampar geta geymt mikið af bakteríum og getur því valdið húðvandamálum. Munum að endurnýja svampana!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

NÝTT SNYRTIVÖRUMERKI: INIKA

Skrifa Innlegg