fbpx

GLIMMER BURSTAR

BURSTAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Já glimmer burstar og mjög skemmtilegt að þeir eru akkurat í lit ársins 2018 sem þið getið lesið nánar um hjá Svönu hér.

Ég fékk óvæntan pakka að í gær frá Real Techniques sem gladdi mig mjög mikið í prófabuguninni en þetta er ný bursta lína frá Real Techniques sem heitir Brush Crush.

Burstarnir frá Real Techniques eru mínir uppáhalds burstar og hafa verið það síðan ég byrjaði að læra förðun, sem var fyrir rúmum fjórum árum síðan. Þetta voru fyrstu burstarnir sem ég notaði og þegar ég hugsa út í það þá tengist ég merkinu nánast einhverjum tilfinningaböndum haha, mjög dramatísk. Mér finnst fyrirtækið í heild sinni ótrúlega flott, þeirra áhersla er að allir geti notað og nálgast burstana. Síðan skemmir ekki fyrir að burstarnir eru 100% cruelty free og á góðu verði. Það er líka mjög gaman hvað það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að koma frá Real Techniques en ég ætla einmitt að sýna ykkur nýjustu viðbótina en það eru þessir gullfallegu glimmer burstar sem heita Brush Crush. Burstarnir eru einstaklega léttir, mjúkir og gullfallegir. Þeir eru mun mýkri en hinir burstarnir frá Real Techniques sem gerir það að verkum að það er mun auðveldara að nota þá og hentar því eintaklega vel fyrir byrjendur myndi ég segja.

Þessir burstar eru á einstaklega góðu verði og fást einungis í Krónunni Lindum, Flatahrauni, Mosó, Granda, Akranesi, Höfða og Selfossi. 

Ég ætla fara yfir burstana með ykkur og gefa ykkur hugmynd um hvernig hægt sé að nota þá ..en hafið það í huga að það eru samt engar reglur þegar það kemur að förðun þannig maður getur notað þessa bursta einsog maður vill!

Nr. 301

Þessi bursti er einstaklega þéttur og væri því fullkominn í farða eða til þess að blanda út krem vörur.

Nr. 305

Þetta er klassískur augnskuggabursti og hentar vel til þess að blanda út skyggingar.

Nr. 306

Þessi finnst mér æði og er mjög spennt að prófa hann. Þetta er risa stór bursti púður bursti sem fullkomið væri að nota í sólarpúður eða púður.

Nr. 304

Þessi er góður í highlight og ég get ekki beðið eftir að prófa hann!

Nr. 303

Þetta er skyggingarbursti en hann er flatur og mjór. Það er því mjög gott að skyggja og móta andlitið með honum.

Nr. 300

Ég myndi segja að þetta væri blanda af púður og skyggingarbursta. Ég nota svona bursta alltaf í sólarpúður, því þá blandar burstinn vörunni og skyggir um leið.

Nr. 302

Þessi bursti er góður í kinnaliti, highlighter og til þess að setja púður undir augun. Það er hægt að nota þennan í eiginlega allt.

DIAMOND SPONGE

Þetta er demantasvampurinn í bleikum búningi. Demantasvampurinn er með 13 hliðar og er því hægt að nota hann á marga vegu. Það er hægt að nota hann rakan eða þurran, fer algjörlega eftir því hvernig áferð þú vilt. Rakur svampur gefur létta áferð en þurr gefur þéttari áferð.

Ég er ástfangin af þessari nýju línu en hún kemur í takmörkuðu magni og fæst einungis í Krónunni þannig ég mæli með að hafa hraðar hendur!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

LJÓMANDI FÖRÐUN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Erna Einars.

    9. December 2017

    Þeir eru svo fallegir!! Og mjúkir!!

    • Guðrún Sørtveit

      15. December 2017

      Já þeir eru æði!!

    • Guðrún Sørtveit

      15. December 2017

      Já <3 <3