fbpx

Markmið 2014: Hollara millimál

Ég Mæli MeðHreyfingLífið Mitt

Ég hef aldrei gerst sek um það að neita mér þess að fá mér það sem mig langar í að borða. Ef mig langar í djúsí hamborgara þá fæ ég mér hann og ef mig langar í góða súpu þá fæ ég mér þannig. Ég reyni að hafa það sem markmið að borða sem fjölbreyttasta fæðu og að sjálfsögðu leyfi ég mér að sukka smá – ég held að það sé bara gott fyrir alla. Alla vega þá sem vilja það:)

Eftir að ég fór að vinna á skrifstofu fyrir um fjórum árum síðan vandist ég þó þeim leiðindasið að narta í alls konar á milli mála. Oftar en ekki er það sælgæti sem verður fyrir valinu og þó svo ég sé nú alls ekki á leiðinni að fara að neita mér um nammi þá er kannski gott að borða nammi í hófi. Sérstaklega þegar maður er komin með lítinn dreng sem fylgist vel með því sem mamma hans setur uppí sig. Um daginn prófaði ég aðeins aðra leið en venjulega í millimálsnartinu og ég held að þetta hafi verið skref í rétta átt…
millimál

Innihald:
döðlur – mödlusmjör – brúnt hrísgrjóna prótein – rúsínur – hveitigras púður – bygg púður – spírúlína – bláber – hindber – rauðraófusafi – gulrótarsafi – chia fræ – quinoa – goji ber – acai ber…. svo eitthvað sé nefnt:)

Innihaldið sem þið sjáið hér að ofan er svo maukað saman og þakið með 70% súkkulaði. Sjálf er ég mikill aðdáandi 70% súkkulaðis mér hefur alltaf fundist það mun bragðbetra og ég fæ ekki eins mikla klígju af því.

SuperBar fæst í Bónus og er víst hugsað sem máltíð svona yfir daginn. Sniðugt fyrir þá sem hafa kannski ekki alltaf tíma til að borða til að grípa í. Sjálf er ég alltaf mjög járnlítil og það vantar dáldið uppá blóðmagnið af og til og þá hentar þetta mér fullkomlega til að narta í af og til yfir daginn. Ég gæti alls ekki klárað eitt svona stykki í einu – það er alltof þungt fyrir mig og ég er bara ekki vön því að borða svona protein stangir. Ég átti stykkið á myndinni í 2 daga ég lokaði bréfinu bara vel á milli og nældi mér í einn og einn bita yfir daginn.

Ég passa mig alltaf í því að setja engin áramótaheit þegar kemur að heilsunni ég þekki mig bara það vel að ég er ekki þessi týpa sem bara ákveður allt í einu að breyta öllu og geri það nei ég verð að taka lítil skref í átt að markmiðum. Enn sem komið er hef ég ekki komist lengra en inná bað á leið minni í límamsræktina á þessu ári. Ég var reyndar mjög dugleg árið 2013 sem er kannski útskýringin á letinni í mér. Ég er engin öfgamanneskja og voðalega róleg yfir öllu svona líkamræktarveseni ég vil frekar bara finna eitthvað sem hentar mér og ef það er bara það að borða hollt millimálssnakk í staðin fyrir Kit Kat af og til þá er ég sátt með það.

Ég mæli miklu frekar með markmiðum fyrir allt árið sem er hægt að vinna í jafnt og þétt en bein áramótaheit sem þurfa að gerast 1. jan. ;)

EH

Brúðkaupslúkk

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Karen Lind

    9. January 2014

    Ég strengi aldrei áramótaheit heldur… komst að því fyrir löngu að það hentar mér ekki :)