Ég dundaði mér við að gera þetta lúkk í morgun. Ótrúlega fljótlegt og einfalt.
Ég byrjaði á því að setja gel eyeliner yfir allt augnlokið, setti bara þykka og litmikla rönd og dreifði síðan úr henni yfir allt augnlokið. Tók svo dökkbláa augnskuggann og dreifði úr honum yfir augnlokið en ég hafði litinn þéttast uppvið augnhárin til að fá mýkt og smoky áferð yfir augun. Setti svo örlítið af bæði eyeliner og augnskugga undir augun og nóg af maskara á augnhárin. Svo fannst mér bleiki varaliturinn passa bara svo vel við augun. Blár fer langflestum augnlitum vel sérstaklega brúnum og bláum ég hvet ykkur til að prófa.Ég notaði:
- Maybelline Lasting Drama Gel Eyeliner – Black
- Chanel augnskuggapallettu nr 92 – Bleu Célestes
- Mac Varalit – Frost
- Falsies Feather Maskarann – verður sér færsla um hann á morgun;)
EH
Skrifa Innlegg