fbpx

Heimsókn í Flatey

FallegtLífið Mitt

Við fjölskyldan fórum í sumarbústað rétt fyrir utan Stykkishólm fyrir stuttu. Stykkishólmur er einn af mínum uppáhalds stöðum á landinu en ef ég ætti að velja mér stað útá landi til að búa á yrði annað hvort Stykkishólmur eða Drangsnes fyrir valinu. Í mínum huga er paradís að komast á þessa staði.

Í ferðinni okkar höfðum við hugsað okkur að komast loks útí Flatey. Hvorugt okkar hafði komið og þegar okkur bauðst pössun fyrir soninn í landi hjá tengdaforeldrum mínum sem komu í heimsókn gripum við tækifærið til að fá að fara tvö ein í eyjuna. Með Baldri tekur það 1 og hálfan tíma að fara í Flatey. Bátsferðin hefði ekki getað farið betur en sjórinn var svo slakur og ég sá ekki eina öldu á sjónum hvorki á leiðinni útí eyjuna eða tilbaka. Það eina sem ég get mögulega gagnrýnt er verðið á farinu en 15.000kr fyrir okkur bæði fram og tilbaka finnst mér frekar mikið en okkur langaði svo mikið að fara að við ákváðum að slá til.

Ég sé nú alls ekki eftir þessari ákvörðun en Flatey er algjör náttúruparadís og þar fannst mér sérstaklega gaman að fylgjast með dásamlegu fuglalífi en ég hef sjaldan séð jafn margar mismunandi fuglategundir saman komnar á einum stað. Fólkið á staðnum var svo kurteist og allir sem við mættum buðu góðan dag. Okkur fannst sérstaklega gaman að sjá hvað húsunum á eyjunni er haldið vel við það gerði staðinn svo miklu meira heillandi.

Myndavélin góða var að sjálfsögðu með í för en síðustu vikur hef ég verið að nota Canon EOS 100D sem er ein besta myndavél sem ég hef fengið að prófa. Allt í einu finnst mér ég orðin voðalega pro :)

flatey27

Ég verð að hrósa Nova fyrir frábæra þjónustu – tók á móti tveimur vinnusímtölum einhvers staðar í miðju Breiðafirðinum – algjör snilld!

flatey26

Við höfnina í Flatey.

flatey25 flatey24 flatey23

Það var ótrúlega fjölbreytt dýralíf í Flatey – þessi fannst mér óttalega krúttleg!

flatey22 flatey21

Kirkjan, þó ég sé nú alls ekki mikið trúuð þá finnst mér alltaf gaman að kíkja inní kirkjur hér á Íslandi. Kirkjan í Flatey er með eindæmum falleg og sérstaklega skreytingarnar.

flatey20

Unendur íslenskrar kvikmyndagerðar ættu að kannast vel við þetta hús.

flatey19

Nokkrar kindur í felum :)

flatey18

flatey17

Ég naut þess mikið að sjá þessa fallegu sýn sem blasti við okkur þegar við komum lengra inná eynna.

flatey16 flatey15

Það gerist varla jafn passlegt að vera klæðast fallegri íslenskri hönnun frá yndislega Farmers Market í fallegri íslenskri náttúru og stemmingu.

flatey14 flatey13 flatey12

Flottasta húsið í eyjunni – elska áferðina í viðnum en þið sjáið aðeins meira af myndum af honum neðar…

flatey11 flatey10

Það er mikilvægt að vera í góðu netsambandi svo maður geti Instagrammað allt :)

flatey9

Ótrúlega gaman að sjá hvað húsunum er haldið vel við í eyjunni. Greinilega milar endurbætur gerðar á síðustu árum.

flatey8 flatey7 flatey6

#trendnike móment á Flatey – eru ekki örugglega margir spenntir fyrir Sneakerballinu í Hörpu í kvöld – ég kemst því miður ekki þar sem ég er bókuð í tvær brúðarfarðanir á morgun svo það er nauðsynlegt að vera vel sofin – annað kemur ekki til greina!

flatey5

Tilraun til paramyndar á eyjunni – gekk misvel – betri helmingurinn ber af á þessari mynd <3

flatey4

Alls staðar var útsýnið fallegt og engu líkt.

flatey3

Fallegi viðurinn – stóðst ekki mátið varð að fá nokkrar myndir við hann.

flatey2 flatey

Eftir góðan göngutúr var nauðsynlegt að setjast aðeins niður og fá sér heitan kaffibolla.

Screen Shot 2014-07-10 at 10.02.30 PM
Hér sést svo títt nefndur betri helmingur munda vélina með glæsibrag <3

Dásamlegur dagur alveg hreint. Við fórum snemma útí eyjuna – fórum í fyrri ferðinni og þegar við komum í land um þrjúleytið settumst við niður á veitingastað við höfnina og fengum okkur hlýjandi fiskisúpu. Okkur hlýnaði þó aðeins meira þegar sólin lét sjá sig í smástund. Ég vona að hún verði tíðari gestur á næstunni – ég er samt ekki bjartsýn…

EH

#trendlight vinningsmyndir

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. lóa

    11. July 2014

    Dásamlegar myndir <3

  2. Sólveig

    13. July 2014

    Hvað heitir peysan þín?