fbpx

Heima er best!

BiancoLífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Stuttu eftir að þessar myndir í færslunni voru teknar vorum við mæðginin á leiðinni uppá spítala og seinna kom í ljós að litli kútur var með þvagfærasýkingu. Við lágum inni á Barnaspítala Hringsins í fjóra daga á meðan bakterían var greind og litli kútur fékk sýklalyf í æð. Við komum heim á mánudaginn með sýklalyfja skammt sem við gefum honum og hann er að verða betri með hverjum deginum sem líður. En ég verð nú að viðurkenna að það lagðist ekkert sérstaklega vel á móðurina að fara enn einu sinni inn á spítala á þessu ári – en ég hugga mér við að ég veit hvar allir bestu sjálfsalarnir eru í byggingunni ;)

En rétt áður en við fórum áttum við smá kósý kúr stund uppí sófa.heimskór2

Ég elska haustin, það er svona kuldi útí en snjórinn er ekki kominn, skammdegið er mætt og maður getur farið að ilja sér við kertaljós og heitan te bolla svona rétt fyrir svefn. Ég er svona aðeins að reyna að draga úr kaffidrykkju á kvöldin en það er að reynast mér erfitt, ég er algjör kaffifíkill og sést sjaldan án kaffibolla í hönd. En teið frá Tefélaginu er alveg dásamlegt, ég viðurkenni fúslega að ég tapaði smá tedrykkju áhuganum í sumar en nú finnst mér hann kominn aftur – hann fylgir greinilega haustinu.

Svo lifi ég í þessum yndislegu inniskóm heima hjá mér. Það er nefninlega smá gólfkuldi hjá okkur þar sem við erum á jarðhæð en það laast vonandi þegar við setjum hita í gólfin en þá er tilvalið að vera í fóðruðum inniskóm eins og þessum – æðisleg jólagjöf líka. Ég tók þá í númeri stærra en ég er vön svo þeir væru dáldið rúmir.

Eins og er erum við ekki með neitt stofuborð, við höfum ekki fundið það fullkomna sem við erum bæði sammála um og ég er reyndar bara farin að kunna ágætlega við að vera án þess. Það er allt í einu svo mikið pláss inní stofu, gólfpláss fyrir strákana að leika sér á. Svo ég brá á það ráð að kaupa einfalda og ódýra bakka inní Blómaval. Ég keypti tvo svona hvíta í mismunandi stærðum og legg þá svo bara í sófann hjá mér og þar hvílir kaffibollinn eða núna tebollinn. Sniðug lausn sem hentar þó kannski ekki alveg öllum :)

heimskór

Inniskór: Bianco
Náttbuxur: F&F
Bolli: Design Letters ég fékk minn í Hrím
Bakki: Blómaval
Te & Tekanna: Tefélagið

Mæli eindregið með þessum fallegu inniskóm, þeir eru á svakalega góðu verði og svo er auk þess 25% afsláttur af skóm í Bianco í dag útaf Miðnætursprengjunni í Kringlunni!

Ég ætla svo sannarlega að njóta þess að eiga fleiri svona kósýstundir uppí sófa næstu vikurnar þar sem Reykjavík Makeup Journal fer í prent í dag og það er alltaf smá léttir.

Erna Hrund

Persónulegir varalitir frá YSL

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Harpa

    5. November 2015

    Hann lítur út fyrir að vera ótrúlega þægilegur þessi sófi, má e´g spyrja hvar þú fékkst hann :)

  2. Inga

    5. November 2015

    Æðislegir inniskór. Hvað kosta þeir ?

  3. Edda Sigfúsdóttir

    6. November 2015

    En gott að hann er að verða betri og betri!! Batakveðjur! :)