fbpx

Haustlitirnir eru mættir…

Ég Mæli MeðFW15neglurOPITrend

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég stóð út við gluggann hjá vinkonu minni í morgun hún er með útsýni yfir allan Laugardalinn og ég stóð þarna og dáðist af fallegu haustlitunum. Ég elska haustið og litadýrðina sem fylgir því, það er eitthvað svo ofboðslega fallegt við haustlitina, hlýjan og allir fallegu mismunandi litirnir sem umkringja mann.

Ég fékk fyrir stuttu tvo nýja haustliti úr Infinity Shine línunni frá OPI. Infinite Shine lökkin eru notuð með sérstöku yfir- og undirlakki frá OPI og þau gefa eins konar geláferð á litina og þau fá svakalega glans sem endist í fleiri daga en venjuleg. Haustlitirnir eru hver öðrum fallegri og mér var hugsað til þeirra þegar ég dáðist af litadýrðinni í Laugardalnum.

haustlökk

Hér sjáið þið litina sem ég valdi mér HÉR getið þið skoðað hina litina. Þessir tveir eru alveg svakalega fallegir og akkurat svona litir sem heilla mig í förðun og fatavali fyrir haustið.

haustlökk3

YOU SUSTAIN ME

Fallegur kaldur brúntóna litur með léttum plómuáhrifum. Þessi finnst mér alveg virkilega fallegur og hann kemur svakalega vel út á nöglunum mínum. Þetta er litur sem hefur verið áberandi á nöglum núna undanfarið og áberandi fyrir varir. Svo sannarlega litur sem gerir allt aðeins meira elegant.

haustlökk2

 LINGER OVER COFFEE

Brúntóna burgundy litur líka með köldum tónum. Þessi finnst mér alveg sérstaklega fallegur og klárlega flottasti liturinn í línunni að mínu mati. Dökkur, dramatískur og fullur af hausti. Þessi litur er mjög áberandi í fataverslunum landsins þessa stundina og ég væri sérstaklega til í skó eða yfirhöfn í þessum lit.

Ég verð að lokum að hrósa OPI fyrir mjög flottar línur núna undanfarið. Nú þarf ég aðeins að fara að lesa mér til og sjá hvort mögulega eitthvað hafi breyst. Línurnar eru minni, litirnir eru ólíkari og miklu meira af nýjum litatónum. Stundum fannst mér eins og það væru bara sömu litirnir ár eftir ár sérstaklega þegar það komu silurlituð lökk í fjórum línum í röð. Haustlúkkið og haustlúkkið í Infinity Shine hafa verið sérstaklega flott og trendí og mér finnst þetta virkilega vel gert hjá merkinu!

EH

Ilmur sem nýtist sem stofustáss!

Skrifa Innlegg