fbpx

Ilmur sem nýtist sem stofustáss!

FallegtIlmirNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Eitt töffaralegasta ilmvatnsglas fyrr og síðar er nú fáanlegt hér á Íslandi og það er frá tískuhúsinu MIU MIU, litirnir, lögunin, áferðin. Glasið á miklu frekar heima í fallegri String hillu (Ó hvað mig langar í String hillu!) innan um aðra glæsilega hönnunarmuni heldur en inní snyrtiskáp!

Hér sjáið þið hvað ég meina…

miumiu

Þessi fallegi ilmur er sá fyrsti frá þessu flotta tískumerki og ilmurinn endurspeglar gildi og stefnu merkisins, allt frá glasinu, ilminum sjálfum og pakkningunum æpir MIU MIU. Merkið er auðvitað eign Prada en Miuccia Prada sjálf kom að hönnun ilmsins, hún vildi að ilmurinn væri ögrandi en um leið aðlaðandi sem eru svona eiginleikar MIU MIU merkisins. Nú hef ég pælt mikið í þessum ilmi og ég held það hafi vel tekist, ilmurinn er í raun mjög einfaldur í uppsetningu, engir svakalega flóknir og framandi tónar. Stundum er minna meira…

Toppnótur:
Lily of the Valley

Hjartanótur:
Rós, Jasmín og grænir tónar.

Grunnnótur:
Akigala viður.

Ilmurinn er mjög léttur, hann er með djúpum viðarkenndum nótum og létt kryddaður í grunninn en frískandi toppnóturnar létta ilminn.

Auglýsingaherferðin er líka svakalega flott en það var hún sem greip athygli mína fyrst og heillaði mig svo uppúr skónnum að ég fór strax að spurjast fyrir um þennan fallega ilm. Í auglýsingunni er andlit hans Stacy Martin ásamt ótrúlega krúttlegum kisa. Kisan gaf mér svona throwback tilfinningu til skónna sem heilluðu mig fyrst frá MIU MIU – man ekki örugglega einhver enn eftir fallegu þykku hælaskónnum með kisunum á?

EH

P.S. MIU MIU ilmurinn er eins og er eingöngu fáanlegur í verslun Lyf og Heilsu í Kringlunni en ég bind nú vonir um að hann muni fara víðar, alla vega í Hagkaup svo ég geti nú skrifað um hann í Reykjavík Makeup Journal ;)

YSL gleður heppinn lesanda!

Skrifa Innlegg