Hún er svo dásamleg hátíðiarlínan frá Dior – GOLDEN SHOCK – að ég missi bara kúlið í kringum hana! Ég náði þó að rífa hökuna upp af gólfinu og taka nokkrar selfie myndir. Ég vil meina það að ég er ein af ókrýndu selfie drottningum landsins og sjálfsmyndirnar telja eflaust tugum þúsunda ef allar eru taldar með, það er einnig þessar frá vandræðalegum unglingsárum og allar misheppnuðu fyrir bloggið… ;)
En svo ég komi mér að efninu þá er komið að því að sýna ykkur hátíðarförðun með vörum frá Dior. Förðunin finnst mér algjörlega geta gengið í jólaboðin. á aðfangadag og líka á gamlárs. Ég sótti mér bara innblástur frá augnskuggapallettunni sem þið sjáið hér fyrir neðan – að fá innblástur frá augnskuggapallettu hljómar ef til vill mjög undarlega en ég mæli með því að þið prófið.
Hér sjáið þið alla vega lokaútkomuna…
Í aðalhltuverki voru s.s. vörur úr hátíðarlínunni frá Dior svo ég ætla aðeins að byrja að sýna ykkur þær vörur og hvað ég gerði með þeim…
Það eru tvær augnskuggapallettur í línunni, þessi öskraði á mig og ég tók andköf þegar ég opnaði boxið. Það kemur að sjálfsögðu fallegur flauelsvasi utan um boxið sem hlýfir umbúðunum. Augnskuggapallettan er nr. 046 og heitir Golden Reflections. Ég náði að blanda flestum litunum saman og útkoman var þessi…
Eins og þið takið vafalaust eftir þá nýti ég dekksta litinn sem er dáldið djúpur blágrænn kaldur litur í skygginguna. Brúngyllti tónninn fær að njóta sín á miðju augnlokinu en undir honum er þó sá ljósasti í pallettunni sem ég notaði til að grunna augnlokið. Silfraða augnskuggann setti ég svo inn með miðju augnlokinu frá innri augnkróknum og inn með auganu meðfram neðri augnhárunum. Blágræni liturinn er líka meðfram neðri augnhárunum en ég setti þó fyrst örfína línu meðfram neðri augnhárunum og notaði grænbláa litinn til að smudge-a hann til.
Til að ýkja ennþá meira glansinn í innri augnkróknum setti ég Diorshow Fusion Mono augnskugga í lit nr. 621 Mirror. Ég doppaði bara létt yfir aungkrókinn sjálfan og hafði þétt af litnum alveg í aungkróknum og doppaði bara létt inná augnlokið. Svona sanseraður litur gefur augnförðuninni bara smá svona oomph! á mjög skemmtilegan hátt og setur punktinn yfir i-ið í lúkkinu.
Svo er það varaliturinn sem kemur í Vintage Dior umbúðum sem ekki er hægt að segja nei við – munið bara að ég varaði ykkur við! Varalitirnir í hátíðarlínunni eru tvískiptir….
Öðrum megin er liturinn sjálfur, sterkur, fallegur og hátíðlegur og hinum megin er varalitur sem er ætlaður til að highlighta dekkri tóninn og gefa vörunum extra kyssilega og fyllta áferð. Auðvitað er ekkert sem segir að ekki megi nota litina í sitthvoru lagi, svo í raun eru þetta þrír varalitir sem þið fáið en borgið bara fyrir einn. En ég byrjaði á því að móta og grunna mínar varir með glærum varablýanti frá Dior – þannig blýantur virkar eiginlega bara eins og varalitaprimer, mjög sniðugt. Svo set ég rauða litinn yfir miðjar varirnar með hjálp varalitapensils og loks doppa ég sanseraða litnum yfir miðjar varirnar og smelli vörunum létt saman – ekki nudda, bara smella.
Ljóminn gerir það að verkum að athyglin dregst að miðju varanna sem verða ennþá meira áberandi, þrýstnari og flottari!
Síðast en ekki síst eru það naglalökkin sem koma náttúrulega bara í flottustu umbúðum ever!
Ég nældi mér í dökka litinn á Tax Free um daginn en hina litina var ég búin að fá. Ég ákvað að blanda gullflögunum með dökka lakkinu og hér er útkoman…
Lökkin sem ég notaði eru Smoky (dökki liturinn) og Gold Leaf Effect Top Coat. Mér finnst flögurnar setja mjög skemmtilegan brag á neglurnar og þær passa vel við þennan dökka lit. Ég elska auðvitað formúlu Dior lakkanna og endingu þeirra og ég dýrka þessa áferð sem þau gefa litnum sem minnir helst á gellökk.
Aðrar vörur sem ég notaði í förðunina minn uppáhalds Diorskin Star farðinn og hyljarinn í sömu línu. Svo er ég með Dior Addict It-Lash maskarann og eyelinerinn er Art Pen. Í skyggingu andlitsins notaði ég svo Diorskin Nude sólarpúður og í kinnunum er það að sjálfsögðu Diorblush í lit nr. 566 sem heitir Brown Milly og þið hafið séð oft og mörgum sinnum hér á blogginu enda einn af mínum uppáhalds kinnalitum.
Svo þá hafið þið hátíðarförðunina mína frá Dior fyrir veisluhöldin sem eru framundan og styttist sífellt í. Ég er ótrúlega ánægð með þessa förðun og vonandi eruð þið sammála mér.
Golden Shock línan er til hér í takmörkuðu upplagi og núna á morgun og hinn (föstudag og laugardag) verður sérstök kynning á vörunum úr línunni – það er nú ekki amalegt að fara í svona einstaklega skemmtilega, alvöru snyrtivöruverslun á Laugaveginum og fá kynnigu á svona klassísku og flottu vörumerki.
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg