fbpx

Það sem mér finnst: Dragon Blood frá Nip+Fab

Ég Mæli MeðHúðJólagjafahugmyndirNip+FabNýtt í snyrtibuddunni minni

Eins og ég lofaði í myndbandinu mínu um daginn þá er komið að mínu áliti á nýjustu húðvörunum frá Nip+Fab sem er lína sem heitir Dragon Blood.

Vörulínan er tiltölulega ný og er frá breska merkinu Nip+Fab sem ég hef aðeins verið að skrifa um hér á síðunni. Það sem ég kann að meta við merkið er að hjá því fær maður vörur sem eru einfaldar í notkun, skila góðri virkni, standa við sín orð og umbúðirnar eru skemmtilega einstakar. Dragon’s Blood línan var nýjungin í Reykjavík Makeup Journal sem ég valdi að fjalla um frá því merki og ég prófaði vörurnar að staðaldri í nokkrar vikur, það er dáldið síðan ég kláraði en ég hef aldrei náð að komast í að skrifa um vörurnar en hér kemur mín umsögn…

dragoonsblood4Vörulínan samanstendur af maska, serumi og hreinsiskífum. Mér finnst umbúðirnar ótrúlega flottar og liturinn sker sig svo sannarlega úr fjöldanum en samt er skemmtilegur stíll yfir grafíkinni.

„Dragon’s Blood is from the Croton Lechleri tree. It forms a protective film on the skin, reducing redness and inflammation. It ensures protection against environmental aggressors. It is also Reparative and healing and instantly cools and calms the skin.“

Allar vörurnar innihalda:

 • Hyaluronic Acid: rakamikið efni sem gefur húðinni mikla fyllingu og langvarandi raka.
 • Amino Acid: gefur húðinni birtu og ljóma.
 • Dragon’s Blod: róar húðina og gefur henni þægindatilfinningu, kemur góðu og langvarandi jafnvægi á rakabyrgðir húðarinnar.

Mig langar að segja frá vörunum í þeirri röð sem ætti að nota þær. Hreinsiskífurnar finnst mér gott að nota á morgnanna, sérstaklega þegar tíminn er tæpur en ég vil samt reyna að ná að hreinsahúðina áður en ég hleyp útum hurðina. Skífurnar eru drekktar í næringarríkri Dragon’s Blood formúlu og fjarlæga öll óæskileg óhreinindi. Hreinsiskífurnar innihalda líka Salicylic sýru sem er auðvitað bakteríudrepandi og ræðst á óhreinindi sem geta valdið bólum, fílapenslum og umfram olíuframleiðslu. Skífurnar segjast djúphreinsa svitaholurnar og ein skífa er nóg fyrir alla húðina. Þessar eru sérstaklega góðar í notkun en passið bara að vera ekkert að setja þessar neitt á augun. Svona hreinsiskífur eru miklu betri hreinsun heldur en hreinsiklútar og þá ætti svo sem aldrei að nota að staðaldri. En þá eru þessar tilvaldar í staðin – þessar hreinsa líka miklu betur og mikli meira en bara yfirborð húðarinnar. En með þeim ætti þó að vera líka með dýpri hreinsun – eins og ég segi þá eru þær tilvaldar á morgnanna.

dragonsblod

Svo er það maski, maska nota ég alltaf á tandurhreina húð svo engin óhreinindi séu fyrir til að skemma eða hefta virkni varanna sem þurfa að fara inní húðina til að ná að skila árangri. Maskinn er rosalega léttur og það var ekkert sem stóð á umbúðunum um að það mætti ekki sofa með hann á andlitinu yfir nóttu – sem ég varð þá að prófa og húðin verður mjög full og áferðafalleg. Kælinginn sem Dragon’s Blood veitir húðinni í maskanum er rosalega þægilegur. Þennan maska ætti klárlega að nota eftir þörfum og ég notaði hann svona tvisvar í viku og mér fannst það bara mjög fínt ég var með maskann í 10-15 mínútur á húðinni fyrir utan það þegar ég svaf með hann :) Það sem maskinn leitast við að gera er að jafna áferð húðirinnar, gefa henni fyllingu að innan svo áferðin verði slétt og jöfn.

dragoonsblood3

Serumið er það fyrsta sem fer á hreina húð ef þið notið það. Serum eru sérstaklega létt en stútfull af næringarríkum og oftar en ekki virkum efnum sem fara lengra inní húðina, lengra en krem ná. Þegar serumið kemst í snertingu við húðina gefur það létta kuldatilfinningu sem er mjög velkomið á morgnanna. Það er ansi drjúgt og rakamikið þó það virðist þétt í sér þá er formúlan mjög fljót að fara inní húðina sem er mikill kostur því það er fátt meira pirrandi en snyrtivörur sem sitja fastar á yfirborði húðarinnar. En þó að serumið sé alveg komið inní húðina og húðin orðin þur þá finn ég samt fyrir kuldanum – hann er mjög góður! Serumið er virkilega flott undirstaða fyrir förðunarvörur og það þarf ekkert endilega að nota krem yfir, ef ykkur finnst þið fá næga næringu með serumi þá getu það stundum bara verið nóg.

dragonsblood2

Þetta er í heildina séð mjög flott vörulína á góðu verði, sem standa við sín orð og þessar vörur voru einmitt á jólagjafalistanum mínum þar sem var að finna tillögur að gjöfum fyrir vinkonur. En afhverju ekki að gefa góðar húðvörur í jólajgöf ég myndi sjálf meta það mikils að fá gjöf sem dekrar við húðina!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Video: Augnhárasýnikennsla með Tanya Burr

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. ásta h

  27. November 2014

  eitt sem mig langar að benda á í sambandi við að nota serum er að þau innihalda yfirleitt enga vörn og því gott að nota fyrir nóttina eða setja krem/farða yfir eigi að nota þau á daginn :)

  kv, snyrtimeistarinn

   • ásta h

    27. November 2014

    ekkert að þakka :)
    ekki eitthvað sem er algengt að vita :D

    takk fyrir frábært blogg!

 2. Berglind

  29. November 2014

  Hvar fást þessar vörur?