Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn frá MAC á Íslandi. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Í dag mætti hátíðarlínan frá MAC í verslanir í Kringlunni og Debenhams í Smáralind. Eins og alltaf eru þrjár hátíðarlínur frá merkinu, ein þeirra er hátíðarlúkkið en ég fékk eitt af ljómandi púðrunum úr línunni að gjöf.
Ég elska þegar lúkkin koma frá MAC sérstaklega þegar umbúðirnar eru svona öðruvísi og þessi fallegi blái litur sem er á hátíðarlúkkinu í ár er bara algjörlega æðislegur og fegrar svo snyrtibudduna.
In Extra Dimension Skinfinish í litnum Shaft of Gold
Þetta ljómandi fallega púður er hægt að nota sem highlighter, sem bronzer eða bara til að gefa húðinni ljómandi fallega og gyllta áferð. Hér nota ég það um augun til að gefa þeim fallega og náttúrulega áferð og gylltan ljóma. Formúla púðursins er meira ljómandi en brún þó það sé bara mjög gott jafnvægi þar á milli. Hátíðarlúkkið í ár heitir Enchanted Eve og línan er full af fallegum og hátíðlegum vörum sem passa vel í skammdeginu.
Ég nýtti líka tækifærið til að prófa nýja Studio Waterweight farðann frá merkinu sem er svakalega léttur alveg ofur fljótandi. Ég persónulega elska að nota svona svakalega fljótandi farða það sem þarf þó að passa uppá aer að hrista þá alveg svakalega vel fyrir notkun og passa að vinna þá vel saman við húðina til að koma í veg fyrir að farðarnir oxist á húðinni þá þorna þeir og dökkna, ekkert sérstaklega fallegt get ég sagt ykkur en ef þið notið þá rétt og passið uppá þessi tvö atriði þá eruð þið góðar. Eftir fyrstu notkun er ég alla vega mjög hrifin og sérstaklega því það er SPF30 í farðnum ég elska þegar það eru háir sólarvarnastuðlar í förðum ég bara vil hafa góða vörn á húðinni minni – ekkert sem flýtir fyrir öldrun húðarinnar takk fyrir!
Ljómandi fallegt púður sem gefur húðinni ljómandi fallega áferð. Ég nota svo sem voða lítið af púðrinu ég vildi kannski ekki setja of mikið svona við létta dagförðun. En það er sko alveg hægt að setja alveg nóg af púðrinu á húðina það er auðvitað sérstaklega fallegt að setja þetta þegar maður er svona dökkur og sætur í framan, ætti kannski að setja smá brúnkukrem á andlitið ;)
Svo að lokum þá verð ég að fá að dásama yndislega útsýnið sem blasti við mér fyrir utan hurðina þegar ég fór út að taka myndir. Þó svo snjórinn sé stundum pirrandi svona þegar maður er fastur í honum eða eins og ég í dag lokuð inni, umkringd af snjó þá gleymi ég því öllu þegar ég sé eitthvað svona ofoðslega fallegt og friðsælt :)
En hátíðarlínan frá MAC kemur bara í takmörkuðu upplagi og púður sem þetta selst hratt upp því lofa ég. En auk þessa púðurs þá kom annað ljósara endilega kíkið á það en það eru myndir á Facebook síðu MAC hér á Íslandi. Njótið dagsins og farið varlega í snjónum.
Erna Hrund
Skrifa Innlegg