Ég ákvað að taka smá pásu í hátíðarvörunum og nöglunum til að kæfa ykkur ekki alveg með endalausum hugmyndum. En í dag er kominn tími til að mæla með næsta hátíðarvaralit – í þetta sinn er liturinn frá Lancome af tegundinni Rouge in Love.
Rouge in Love varalitirnir frá Lancome eru ótrúlega léttir, þið finnið nánast ekki fyrir þeim á vörunum svo þessir litir henta ykkur sem eruð ekki að fýla týpíska áferð á varlitum en viljið samt ekki vera með gloss. Það er nefninlega sniðugt að prófa að nota svona létta varaliti til þess að venja sig á að nota varaliti – það gerði ég alla vega. Ólíkt mörgum léttum varalitum þá er Rouge in Love ekki með miklum glansi heldur lítur hann bara út eins og venjulegur varalitur. Þegar maður ber hann á varirnar þá virðist áferðin reyndar ætla að verða mött en það breytist þó um leið og hann kemst í snertingu við hitann frá vörunum og það kemur flottur glans eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan.
Varalitur: Rouge in Love litur nr. 159B
Bleikar varir eru kannski ekki týpskur jólalitur en það er gaman að prófa að vera dáldið öðruvísi. Sjálf er ég mjög hrifin af því þegar stelpur með blá augu nota bleika liti enda dregur bleiki tónninn fram blámann í augunum – sem minnir mig á það að ég þarf að skella í smá litafræði færslu fyrir hátíðirnar – hljómar það ekki vel?
EH
Skrifa Innlegg