fbpx

Hátíðarlínan frá MAC: Heirloom Mix

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Áfram held ég umfjöllunum mínum um hátíðarlínur merkjanna hér á Íslandi. Nú er komið að hátíðarlínunni frá MAC. En á hverju ári kemur sérstök hátíðarlína og með henni koma gjafasettin og makeup kittin en allar þessar línur eru að mæta í verslanir MAC á Íslandi á morgun!

Vörulínan í ár með stöku vörunum nefnist Heirloom Mix. Línan inniheldur fallega liti og einkennist af glamúr og glys en umbúðirnar eru sérstaklega flottar en þær eru svartar og þaktar með örfínum glimmerögnum sem gerir það að verkum að vörurnar úr línunni eru ennþá flottari og skera sig úr við hlið annarra vara frá MAC.

Ég fékk þrjár vörur úr línunni til að prófa og hér sjáið þið hátíðarfarðanirnar sem ég gerði með þeira hjálp…

heirloommix15

Vörurnar þrjár sem ég fékk sjáið þið á myndinni hér fyrir neðan en neðar í færslunni finnið þið allt um vörurnar, nöfnin á litunum, áferðina og hvernig ég notaði þær.

heirloommix2

Tökum fyrst fyrir glossinn og augnskuggann. Ég er með sama augnskugga á öllum myndunum ég skipti bara á milli þess að vera með glossinn og varalitinn.

heriloommix9

Glossarnir í línunni eru Cremesheen Glass en þeir eru með svona hint af lit og miklum glansi. Í glossinum eru örfínar glimmeragnir sem endurkasta birtu fallega frá sér. Mér finnst glossin alveg virka ein og sér en ég er gædd þeim dásamlega kæk að ég get ekki hætt að naga á mér varirnar – svo mínar eru ekkert sérstaklega jafnar af lit. En ég vildi samt sýna ykkur hvernig liturinn kemur út á mér. Cremesheen glossin eru mjög áferðafalleg og glansandi en þau eru alls ekki klístruð og þau eru heldur ekki svona gloss sem leka til svo þau virka einmitt ein og sér eða bara yfir fallegan varalit.

heirloommix6

Glossinn sem ég er með heitir Social Season og augnskugginn er Pressed Pigments litur Prim and Proper. Ég er alltaf voðalega hrifin af því hvernig bleikur og metalgrár fara saman – þetta eru litir sem mér finnast passa svo vel saman!

heirloommix5

Pressed Pigments aungskuggarnir eru mínir uppáhalds augnskuggar frá merkinu. Ég hef áður sýnt ykkur þessa tegund af augnskuggum – PRESSED PIGMENTS Á RFJ. Yfirleitt þegar ég hef verið að nota Pressed Pigments augnskugga hef ég sett krem augnskugga yfir augnlokið fyrst til að grunna augun en hér setti ég bara smá dökkgráan eyeliner uppvið augnhárin, smudge-aði hann létt svo það kæmi bara smá skuggi og bjó til nokkur konar smoky augnförðun með augnskugganum.

heirloommix7

Varaliturinn sem ég er með heitir No Faux Pas og ég er sérstklega hrifin af því hvernig hann glansar – sjáið hvernig flassið lýsir miðju varanna upp! Ég er ekki með neitt annað en varalitinn fyrir utan glæran varablýant sem ég er með undir vörunum til að jafna yfirborð þeirra.

heirloommix4

Ég er bara alveg dolfallin yfir þessum fallega varalit sem gefur matta og sérstaklega litsterka og glansandi áferð eins og þið sjáið.

heirloommix

Heirloom Mix línan mætir í verslanir MAC á morgun – ekki láta þessa línu framhjá ykkur fara, hér fyrir neðan tók ég saman myndir af fleiri vörum úr línunni fyrir ykkur til að sjá.

Ég er voða vanaföst en mér finnst alltaf möst að eiga varalit úr hátíðarlínu MAC – ég er mjög ánægð með litinn sem ég fékk og ég mæli eindregið með honum. Liturinn fer mér bara ágætlega (eða það finnst mér alla vega) og hann hefur vakið mikla hrifningu nú þegar á facebook síðu bloggsins míns og á Instagramminu mínu þar sem ég frumsýndi sýnishornin mín og lúkkið í gær. En ef þið eins og ég eruð hrifnar af dekkri varalitum þá ættuð þið að líta eftir litunum Rebel og Tribalist – þeir eru trylltir!!!

Hátiðarlínan er alltaf fljót að fara svo verið mættar á góðum tíma því flottustu vörurnar eru alltaf fyrstar til að hverfa úr standinum.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fallegur hátíðarkjóll!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Eydís Sigrún Jónsdóttir

    20. November 2014

    Okei umbúðirnar eru geðveikar!