fbpx

Hátíðarförðun með Tanya Burr augnhárum

AuguÉg Mæli MeðJól 2014LúkkmakeupMakeup ArtistMaybellineVarir

Þá er komið að því að sýna ykkur almennilega frá hinni augnförðuninni sem ég sýndi þeim sem fylgja mér á Instagram fyrir nokkrum dögum. Förðunin er ætluð sem hugmynd fyrir ykkur að hátíðarförðun, hér nota ég vörur frá Maybelline svo heildarverðið á förðuninni sjálfri er í ódýrari kantinum en þetta eru allt vörur sem ég nota mjög mikið og þarna á meðal eru uppáhalds augnskuggarnir mínir tveir frá Maybelline sem ég er alltaf með í kittinu. Ég hef oft talað um það að verð og gæði fara sjaldan saman en Maybelline er merki sem mér þykir ótrúlega vænt um og ég fylgist alltaf vel með því.

En mig langaði um leið að sýna ykkur fleiri augnhár frá henni vinkonu minni Tönyu Burr. Eins og þið hafið vonandi lesið hér um fyrir ekki svo löngu síðan þá fór ég á fund hennar Tönyu í London til þess að fræðast um nýju augnhárin hennar sem eru væntanleg til landsins á allra næstu dögum – allt um sölustaði kemur síðar – augnhárin eru virkilega flott og ég er mikið búin að vera að prófa mig áfram með þau. Í bígerð er svo myndband þar sem ég kynni merkið aðeins, segi ykkur frá augnhárunum og pælingunum hennar Tönyu með þeim og svo nokkrir svona aukamolar með insider tipsum frá henni.

Hér sjáið þið lúkkið…

tanyaburr11tanyaburr6

Svo ég byrji nú að segja ykkur frá augnhárunum sem ég valdi að nota þá heita þau Bambi. Augnhárin gefa augunum dáldið svona dúkkulega umgjörð en þau bæði þétta, þykkja og lengja ásýnd augnháranna ykkar án þess að vera of mikið. Það er það sem ég fýla helst við þessi augnhár sem Tanya sendir frá sér – þau eru öll í settlegri kantinum og engin augnhár sem eru bara of mikið af hinu góða.

tanyaburr16

Bambi augnhárin gefa augunum dáldið kúpta umgjörð svo ef þið viljið það eða eruð með þannig augu og finnst þannig augnhár henta ykkur best þá eru þessi fyrir ykkur. Kúpta umgjörðin kemur vegna þess að augnhárin speglast um sig miðja. Þau byrja stutt, lengjast svo þegar nær dregur miðju og styttast svo þegar kemur að ytri augnkróknum.

tanyaburr2

Þegar ég set á mig gerviaugnhár þá er ég alveg búin að klára allt, ég er búin að gera eyeliner og meirað segja setja maskarann á mín augnhár. Svo kem ég gerviaugnhárunum vel fyrir eins þétt uppvið rót minna augnhára og ég get og set svo smá maskara á topp augnháranna og næ þannig að festa þau saman við gerviaugnhárin. Svo stundum þarf ég aðeins að laga til eyelinerinn – það er þá hest ef ég þarf að taka augnhárin af og festa þau aftur því þá kippist eyelinerinn með líminu ;)

Hér sjáið þið getur vörurnar sem ég notaði frá Maybelline í augnförðunina…

tanyaburr13

Eyestudio Mono augnskuggarnir eru komnir í nýjar umbúðir. Ég var rosalega stressuð þegar mono augnskuggarnir hættu í sölu hjá Maybelline núna í haust, ég vissi þó að von væri á nýjum en það er alltaf spurning hvort gömlu litirnir mæti aftur. Mínir uppáhalds mættu alla vega, matti brúni og matti svarti. Ég byrjaði á því að gera smoky augnförðun með brúna litnum sem heitir Ashy Wood. Liturinn er alveg mattur og kaldur brúnn litur en þrátt fyrir að vera mattur er hann mjúkur og ótrúlega auðvelt að vinna hann með hjálp Real Techniques förðunarbursta!

Svarti liturinn kom bara rétt í lokinnn, hann heitir Black Out og er alveg mattur svartur litur. Hann er ég með undir eyelinernum til að gera smá smoky áferð á hann og svo nota ég hann til að smudge-a til eyelinerinn sem er meðfram neðri augnhárunum til að koma í veg fyrir að hann yrði of hvass.

Þið vitið ekki hversu hoppandi kát ég var með að komast að því að þetta væru sömu gömlu litirnir mínir – því eins og ég get verið nýjungagjörn þá er ég mjög vanaföst með vörur sem skila alltaf flottri útkomu og ég get alltaf treyst á :)

tanyaburr14

Gyllti tónninn sem ég er svo með yfir augnlokunum er einn af nýju Color Tattoo augnskuggunum frá Maybelline þessi litur heitir On and On Bronze og er að koma svona sjúklega vel út. Hann er að koma miklu betur út en ég þorði að vona, ég hélt þetta yrði of mikið gull og glamúr en mér finnst mjög skemmtilegur stíll yfir þessum lit sem er mjög þéttur og sterkur og útkoman virkilega flott. Ég notaði Base Shadow Brush frá Real Techniques til að setja þennan lit yfir augnlokið og það gekk eins og í sögu!

tanyaburr9

Eyelinerinn er svo minn uppáhalds Master Precise blauti eyelinertússinn frá Maybelline sem er svo þægilegt að vinna með en hann er með svo löngum oddi svo það er auðvelt að laga eyelinerinn til þó svo gerviaugnhárin séu komin á. Ég hef heyrt um að margar séu ekki nógu ánægðar með að hann þorni hratt upp – sérstaklega oddurinn á burstanum. Ég var það líka en svo prófaði ég mig bara áfram og ef þið þrýstið svampburstanum á handabakið ykkar þá streymir liturinn út og þið bara veltið oddinum uppúr litnum og þá verður hann eins og nýr. Ég á þennan penna alltaf í þónokkra mánuði í senn og kaupi hann aftur og aftur. Ég nota líka þennan eyeliner til að setja inní augun – ég elska hvernig liturinn lekur aðeins niður meðfram neðri augnhárunum og ýtir undir smokey áferðina.

Maskarinn sem ég er með er svo GO EXTREME LEATHER BLACK frá Maybelline, mér fannst hann tilvalinn fyrir þessa augnförðun.

tanyaburr3

Að lokum eru það svo varirnar en hér er það að sjálfsögðu Color Drama varaliturinn í litnum Berry Much sem er minn allra uppáhalds af þeim litum. Þetta er einn af varalitablýöntunum sem ég sýndi ykkur ekki fyrir svo löngu. Þessi dökki litur sem verður alveg mattur eins og hinir seldist hratt upp en er kominn aftur og er reyndar að seljast mjög hratt líka núna. Þessi er fullkominn hátíðarlitur og smellpassar í jólagjafir t.d. fyrir vinkonurnar, því hann er á mjög passlegu verði líka.

tanyaburr4

Það verða fleiri, fleiri, fleiri hátíðarfarðanir og myndbönd og jólagjafahugmyndir núna á næstunni, ég er alveg að fýla þetta hátíðarþema mitt í botn þessa dagana og í næstu viku fáið þið svo auk augnháravideosins að sjá hátíðarfarðanir frá Dior og Smashbox – báðar hátíðarlínurnar eru komnar í verslanir og þið verðið að kíkja á þær!

Góða helgi yndi :*

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Gestabloggarar kynntir til leiks!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    21. November 2014

  2. Kristín Gestsdóttir

    22. November 2014

    Hvar fær maður þennan varalit?

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. November 2014

      Hæ Kristín! Maybelline vörurnar færðu t.d. í Hagkaup, Lyfju og Kjólum og Konfekt – þessi er alveg möst að eiga, það finnst mér alla vega ;)

  3. Ragga

    25. November 2014

    Virkilega falleg förðun :)