fbpx

Hágæða lífrænar snyrtivörur!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNetverslanirNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Það er ekkert sérstaklega auðvelt að finna góðar lífrænar förðunarvörur – það er allt annað þegar kemur að snyrtivörum samt. Úrvalið er ekki mikið hér á landi en núna var að koma eitt flottasta lífræna förðunarvörumerkið í sölu hér á landi og hvar annars staðar en hjá henni Karin minni á nola.is! Sú skvísa er nú ein sú ofurduglegasta sem ég hef kynnst og þegar ég hugsa nú bara um það hvað allt er búið að gerast hratt hjá henni á undaförnu ári tek ég hattinn ofanaf fyrir henni! Það er sko ekki auðvelt verk að fara útí sinn eigin buisness og hvað þá með snyrtivörur :)

En Karin er æði og henni fer þetta vel af hendi og hér færir hún okkur enn eitt æðislega merkið sem er nú fáanlegt hér – ILIA Á NOLA.IS

Á heimasíðu merkisins segir að hér sé um að ræða hágæða snyrtivörur úr náttúrulegum og lífrænum efnum. Vörurnar sameini sterka og endingargóða liti og næringarrík innihaldsefni. Allar ILIA vörur eru gerðar úr alltað 85% náttúrulegum innihaldsefnum sem næra húðina og hjálpa henni að styrkja sig og laga.

Hér sjáið þið förðun sem ég gerði með fjórum vörum frá merkinu…

ilia4

Ég fékk að prófa fjórar vörur hjá henni, ég valdi vörur sem ég gæti notað til að gera fallegt og náttúrlegt förðunarlúkk sem væri í takt mið merkið. Mér finnst alltaf mjög spennandi að prófa grunnvörur frá svona lífrænum merkjum, ég verð nú að vera hreinskilin með að mér finnst alltof fáar vörur sem ég hef prófað af þeim standa sig í stykkinu en þessi farði gerir það. En ég prófaði litaða dagkremið Í fyrsta lagi hylur það mjög vel, í öðru lagi gerir það litarhafið mitt fallegra en leyfir mínu eigin samt að njóta sín og í þriðja lagi fær endingin glæsilega einkunn. Eina sem gæti mögulega sett einhverjar útaf laginu er að það glansar vel, en ég fýla það – en þá er auðvitað einfalt að dusta bara smá púðri yfir húðina og hún verður samstundis mattari.

Hin grunnvaran sem ég prófaði var hyljarinn og þar var ást við fyrstu snertingu. Mér finnst mikilvægt að hyljarinn blandist vel saman við farðann – því heildaráferðin á húðinni verður að vera góð og það verður að vera gott flæði á milli þessara grunnvara.

ilia6

ILIA Lipstick í litnum Call Me –  ILIA Vivid Concealer í litnum C1
Sheer Vivid Tinted Moisturizer í litnum T1 – ILIA Multi-Sticks í litnum Tenderly
Þið getið smellt á heitin á vörunum til að sjá þær á nola.is

Ég er sumsé búin að prófa litaða dagkremið, hyljarann, kinnalitastifti og varalitablýant – þessar fjórar vörur fá allar mjög góða einkunn hjá mér og einna helst stiftið sem ég sé fyrir mér að ég geti mikið notað, sem kinnalit, sem highlighter og auðvitað líka á varirnar. Ég er nú þegar komin með augastað á fleiri svona stiftum frá merkinu – en stiftið mitt er 100% lífrænt – hversu dásamlegt er það!!!

ilia2

Loks prófaði ég varalitablýant í litnum Call Me. Þetta er ósköp fallegur bleikur litur sem gefur vörunum flauelsmjúka og fallega áferð. Mér líður ótrúlega vel þegar ég set þennan lit á varirnar því ég veit að hann á eftir að næra varirnar vel því hann er stútfullur af æðislegum olíum sem fara vel með húðina.

Aðrar vörur sem ég er alveg sjúk í að prófa frá merkinu eftir að ég fór í gegnum myndir af vörunum og myndir af því hvernig vörurnar eru að koma út eru varalitirnir! Margir bloggara bera varalitina þá sterku saman við Nars Audacious varalitina en ég skrifaði einmitt um einn þannig fyrr í dag. Litapigmentinn, þéttleikinn og það hvað liturinn er jafn og flottur finnst mér gefa ótrúlega góð merki um að hér sé hágæða vara á ferðinni!

Merki sem er vel þess virði að kíkja á og ótrúlega velkomin viðbót á markaðinn sérstaklega fyrir þær konur sem kjósa að velja lífrænar förðunarvörur því þessar eru ekkert að grínast með gæði, endingu og fegurð.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

NOLA.IS Á FACEBOOK

Varalitadagbók #26 Nars Audacious

Skrifa Innlegg