fbpx

Varalitadagbók #26 Nars Audacious

Ég Mæli MeðFashionKæra dagbókLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Þegar ég var úti í London splæsti ég í varalit úr línu sem ég var búin að girnast í dágóðan tíma – varalit úr Audacious línunni frá Nars. Aldrei þessu vant settist ég í stól hjá förðunarfræðing sem vinnur hjá merkinu í Selfridges og leyfði honum að máta litina á mér þar til ég fann lit sem ég kolféll fyrir – ég sé samt eiginlega smá eftir því að hafa ekki fengið mér fleiri því litirnir eru dásamlegir!

nars2

Þetta er algjör svona lúxus varalitur! Formúlan er létt en liturinn er þéttur og endingargóður. Formúlan glansar á ótrúlega fallegan hátt en þið sjáið það á því hvernig flassið ljómar fallega af vörunum mínum. Það eru til alls konar fallegir litir af þessum varalitum sem heita allir kvenkynsnöfnum – mjög skemmtilegt, hér getið þið skoðað litina sem eru í boði NARS AUDACIOUS.

nars

Nars Audacious Lipstick í litnum Deborah

nars3

Annar kostur við varalitinn er hversu næringarríkur hann er – ég er alveg kolfallinn fyrir þessum og ef þið komist í Nars land endilega kíkið á þessa varaliti! Svo má einhver endilega taka það á sig að færa þetta flotta merki aftur til Íslands ;)

EH

Jólagjafahugmyndir: fyrir vinkonuna

Skrifa Innlegg