fbpx

Gullfalleg augnskuggapalletta

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðFallegtGuerlainLúkkMakeup ArtistMitt MakeupNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég eignaðist um daginn alveg einstaklega fallega augnskuggapallettu. Ég kolféll fyrir henni og litunum og lét mig dreyma um fallegar leiðir til að blanda ólíku litunum sem hún innihélt saman. Því miður fyrir mig og ykkur týndist pallettan í nokkra daga undir sófanum – hóst Tinni Snær – en loksins fannst hún og fyrir helgi gerði ég þetta lúkk með henni…guerlainpalletta8Augnskuggapallettan er úr vorlínunni frá Guerlain – sem er btw ótrúlega falleg og ég verð eiginlega að eignast meira úr henni, sérstaklega augabrúnamótunarpallettuna. En þangað til mun þessi fallega palletta hlýja mér um augun.

Á myndinni fyrir neðan sjáið þið mynd af pallettunni sem ég notaði til að gera augnförðunina ásamt glossinum sem ég er með á vörunum. Glossið nefnist Gloss d’Enfer og er í litnum Star Dust, augnskuggapallettan er Ecrin 4 Eyeshadows og litasamsetningin er Les Tendres nr. 503. Báðar vörurnar eru einungis í takmörkuðu upplagi sem þýðir að þær munu ekki koma aftur ef þær seljast upp. Sem þýðir að ég þarf að fara að hafa hraðar hendur ef ég ætla að eignast hina pallettuna!
guerlainpalletta5Hér sjáið þið betri myndir af augnförðuninni og aðeins neðar finnið þið smá útskýringu um hvernig ég gerði förðunina. En ég notaði alla litina í pallettunni. Augnskuggarnir sjálfir eru mjúkir og því auðveldir í notkun. Það eru mjög sterk litapigment í skuggunum sjálfum meirað segja ljósu sanseruðuu litunum tveimur.guerlainpalletta3 guerlainpalletta2 guerlainpalletta4Hér er smá lýsing á því hvernig ég gerði augnförðunina:

  • Byrjið á því að setja plómulitinn sem er hægra megin í pallettunni yst og innst á augnlokið og mýkið litinn með blöndunarbursta þar til þið hafið rammað inn mitt augnsvæðið. Mitt augnsvæðið er þá alveg hreint.
  • Takið ljósa piparmintulitinn og setjið hann í miðju augnloksins og blandið litunum saman.
  • Takið dekksta plómulitinn og setjið hann yst á augnlokið. Ég setti mjög lítið af litnum því hann er mjög sterkur. Blandið litnum svo saman við hina.
  • Dökka litinn setti ég svo líka meðfram neðri aughárunum en innst í augnkróknum setti ég sanseraða ljósbleika litinn sem er vinstra megin í pallettunni. Ég set hann í svona C í kringum augnkrókinn og blanda saman við augnskuggana sem eru fyrir.
  • Ég ákvað að setja ekki eyeliner og bara smá maskara til að leyfa litunum og þessum fallegu augnskuggum að njóta sín sem mest!

guerlainpalletta6Vegna veikinda sonarins í síðustu viku gafst smá tími til að taka förðunarmyndir í fallegu dagsbirtunni en margar ykkar eru búnar að sakna almennilegra mynda. Ég reyni alltaf mitt besta í hvert sinn sem ég hef tíma til að taka myndir – en þarna gafst smá tími þegar Tinni Snær tók lúrinn sinn.

Ég og tískuheimurinn virðumst vera jafn skotin í plómulituðum augnskuggum – hvernig líst ykkur á!

EH

Andlit merkjanna framhald

Skrifa Innlegg