fbpx

Goodie Bag frá CPFW

FashionFW2014Lífið Mitt

Ég verð að segja ykkur frá einum girnilegum goodie bag sem ég fékk á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég var að renna í gegnum myndirnar mínar í Iphoto í gær og tók eftir nokkrum sem ég smellti af pokanum sem ég fékk eftir sýninguna hjá Ganni. Pokinn og innihald hans er bara alltof girnilegt til að sleppa því. goodiebagNokkrar snyrtivörur voru í pokanum – frá Essie – MAC og Tony & Guy.goodiebag2MAC sá um förðunina á sýningunni og ég fékk þennan ótrúlega sumarlega varalit í pokanum mínum – ekki leiðinlegt! Svo fékk ég líka litinn sem fyrirsæturnar voru með á nöglunum en Essie sá um neglurnar á sýningunni og liturinn Ballerina úr Wedding línunni frá merkinu var notaður. Liturinn gefur nöglunum mjög náttúrulegan bleikan lit.
goodiebag3Svo var það sjávarsalt sprey, hársprey og mótunarefni í hárið frá Tony & Guy. Ég er aðeins búin að prófa þessar vörur sem eru bara mjög fínar. Sjávarsaltspreyið sérstaklega sem ég set í hárið eftir sturtu til að gefa því smá líf.goodiebag4En það besta sem var í pokanum mínum var þessi flotta peysa frá Ganni – ekki leiðinlegt að fá svona fína hönnunarvöru gefins. En þessa er ég alveg búin að nota nokkrum sinnum síðan ég kom heim. Hún liggur í óhreina tauinu núna svo ég þarf endilega að muna að skella henni í þvott um helgina svo ég geti smellt af einni dressmynd til að sýna ykkur ;)goodiebag5 goodiebag6 goodiebag7Annars var ótrúlega lítið um svona goodie bags á tískuvikunni og greinilegt að mörg merki reyna aðeins að spara í þessum efnum. Yfirleitt voru bara svona bæklingar sem lágu á sætunum með upplýsingum um merkin og vörurnar.

Það er aldrei leiðinlegt að fá smá ókeypis glaðning sérstaklega í svona fínum poka. Svo rölti ég mega ánægð með mig og pokann minn af sýningunni uppá hótel og passaði að merkið sæist nú – kom reyndar líka við í búðinni hjá Stine Goya og keypti einn bol á útsölunni hjá henni svo mér leið eins og ég væri mega mikill stuðningsmaður danskrar hönnunar!

EH

Förðunarkennsla í FSU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helga

    28. February 2014

    Þessi peysa er mega kúl! og liturinn á varalitnum er rosalega fallegur sýnist mér allavega! :)