fbpx

Fullt af nýjum Baby Lips á Miðnæturopnun

Ég Mæli MeðMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniReal TechniquesSS15

Er ekki alltaf hægt að bæta á sig fleiri snyrtivörum eða þ.e. í snyrtibudduna. Ég á alla vega alltaf pláss ég næli mér þá bara í enn eina kommóðu eða ennþá fleiri snyrtibuddur! En núna eru komnir fleiri Baby Lips varasalvar frá Maybelline til landsins og þeir verða að sjálfsögðu eitt af aðalnúmerunum á Miðnæturopnun Smáralindar í dag.

Baby Lips varasalvarnir hafa slegið í gegn á örstuttum tíma. Sjálf á ég alla liti og nokkra af hverjum. Minn uppáhalds er sá fjólublái sem er fallegur nude litur en nýjustu litirnir hafa samt verið að koma sterkir inn hjá mér og mig langaði að sýna ykkur þá betur – bæði varasalvana sjálfa og að sjálfsögðu hvernig þeir koma út á mínum vörum.

babylipsdr

Hér sjáið þið mínar gersemar það eru þrír nýjir Dr. Rescue litir og fimm nýjir Electro varasalvar, ég segi betur frá þeim öllum hér neðar…

babylipsdr2

Ég er búin að vera alveg húkkt á Dr. Rescue varasölvunum síðan ég fékk mína um miðjan maí. Þessir gefa vörunum smá svona kuldatilfinningu fyrst um sinn og gefa frá sér smá menthol ilm sem mér persónulega finnst alltaf dáldið frískandi. Varirnar mínar fá ótrúlega mikla næringu og ég finn strax að þeir virka. Eftir að ég byrjaði að nota þessa finn ég í alvörunni mikinn mun á vörunum mínum, þær springa síður og eru miklu áferðafallegri. Ef þið eruð með þurrar og leiðinlegar varir þá eru Dr. Rescue varasalvarnir ef til vill eitthvað sem reddar vörunum.

babylipsdrlitlaus

Baby Lips Dr. Rescue Too Cool – alveg litlaus, ég er alltaf með þennan í veskinu.

babylipsdrbleikur

Baby Lips Dr. Rescue Coral Crave – léttur kóralbleikur litur.

babylipsdrnude

Baby Lips Dr. Rescue Just Peachy – fallegur nude litur með léttum orange undirtón.

babylipsdr3

Svo eru það Electro litirnir sem er að mér skilst sama formúla og í upprunalegu Baby Lips varasölvunum en nú eru litirnir alveg mega áberandi og litríkir. Eins og á við um hina lituðu Baby Lips varasalvana er hægt að þétta og styrkja litinn með því að setja bara fleiri umferðir yfir varirnar. Á myndunum hér fyrir neðan er ég þó bara með eina umferð þannig, bara nudda þeim yfir mig eins og ég geri við varasalva – fram og til baka :)

babylipselectrobleiki

Baby Lips Electro Pink Shock – ekta áberandi og sjúklega grípandi bleikur litur sem er svo sannarlega hægt að byggja upp!

babylipselectrokóral

Baby Lips Electro Strike a Rose – áberandi bleiktóna litur sem mér finnst svona dáldið rauðtóna líka, fallegur rósalitur.

babylipselectroorange

Baby Lips Electro Oh Orange – fallegur léttur orange litur.

babylipselectroguli

Baby Lips Electro Fierce in Tangy – þessi guli er ekki beint gulur heldur er hann meira eins konar highlighter fyrir varirnar. Virkilega flottur einn og sér eða bara yfir aðra liti til að gefa þeim fallegan ljóma.

babylipselectrofjólu 
Baby Lips Electro Berry Bomb
– sá fjólublái er ábyggilega í uppáhaldi hjá mér þessi er kaldur og flottur og auðvelt að byggja upp.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að nýjustu Real Techniques burstarnir mæta á Miðnæturopnun Smáralindar bæði í Hagkaup og Lyfju.

RTNýtt

Þar verða allir þessir klassísku ásamt Concealer Brush, Sculpting Brush og Duo Fiber settinu. Sjálf ætla ég að reyna að taka þessa almennilega fyrir á snapcjat rásinni minni í dag ef ég næ því annars um helgina svo ef ykkur langar að sjá er það ernahrundrfj – lofa ég er mjög skemmtileg :)

Já það er sumsé Real Techniques og Baby Lips gleði í Smáralind í dag – það eru auðvitað afslættir og tilboð útum allt og um að gera að kíkja í heimsókn og næla sér í fallegar snyrtivörur eða föt fyrir sumarfríið. Ég verð ekki á staðnum aldrei þessu vant – segi ykkur betur frá því seinna… – en góða skemmtun!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Snyrtibuddan mín í maí

Skrifa Innlegg