Eitt af aðalförðunartrendum sumarsins eru glossaðar varir – það var reyndar ekkert rosalega sýnilegt trend á tískupöllunum en þetta er sú vara sem snyrtivörumerkin eru flest að senda frá sér fyrir sumarið. Litrík og falleg gloss sem gefa vörunum náttúrulegan glans og hreinan lit – missterkan þó.
Ég er nú þegar búin að prófa nokkrar týpur af glossunum sem eru komin í verslanir en ein af þeim sem mér þykja skemmtilegust eru Lacquer glossin frá Shiseido – sérstaklega af því það er hægt að styrkja litinn með því að setja fleiri umferðir án þess samt að glossinn verði of heavy.
Litur: OR 301
Þessi litur er uppáhalds af þessum glossum. Fullkominn bjartur sumarlitur sem gefur vörunum fallegan lit og roða. Þessi litur passar líka vel inní orange varatrendið sem á að vera allsráðandi í sumar.
Litur: VI 708
Þetta er að mínu mati skrítnasti liturinn en mér finnst samt eitthvað skemmtilegt við hann… Varirnar verða dáldið kaldar svona með hann einan og sér. Ég er þó bara með eina umferð af glossinum og ég held að hann yrði flottur t.d. yfir varalit ef til vill þá í fjólubláum litatóni.
Litur: RS 306
Þessi finnst mér mjög fallegur einn og sér en ég hefði þurft að nota varablýant undir hann til að jafna lit varanna minna. Einhverjar ykkar hafa kannski tekið eftir því þegar ég tala um hvað varirnar mínar eru mislitar en hér sést það mjög vel. Efri vörin er ljósari en sú neðri svo akkurat svona litir verða mjög undarlegir á vörunum mínum.
Hér eru svo litir nr. BE 102 og VI 207
Ég ákvað að splæsa bara myndum í þrjá liti og eiga þessa tvo inni seinna. Nude liturinn er auðvitað fullkominn til að eiga svona dags daglega og þessi fjólublái er mjög skemmtilegur og öðruvísi.
Mér finnst þetta falleg gloss og þau gefa góðan glans en þau eru alls ekki of þykk svo þau klístrast ekki. Þar sem þau eru líka þunn þá er gott að geta notað þau yfir varaliti og líka bara yfir varalitablýanta – þá fáið þið þéttan lit og flottan glans.
Flottur gloss er möst í snyrtibudduna í sumar – smellpassar við ljómandi húð og fallegan kinnalit.
EH
Skrifa Innlegg