fbpx

Förðunarkennsla í FSU

Lífið MittMakeup ArtistMaybelline

Í gær skellti ég mér í smá ferðalag austur á Selfoss þar sem það var búið að bóka mig á Káta Daga í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Kátir Dagar eru fyrirlestrardagur í skólanum þar sem  boðið er uppá fyrirlestra frá utanað komandi aðilum. Svo í staðin fyrir að mæta í skólann og eiga hefðbundinn skóladag þá fá krakkarnir að velja fyrirlestra sem þeir hafa áhuga á að hlusta á.

Ég var með tvo fyrirlestra fyrir hádegi og ætli ég hafi ekki samtals frætt rúmlega 100 stelpur um förðun :) Eins og í Versló fór ég með vörur frá Maybelline og í lok tímans fengu allar skvísurnar smá glaðning frá merkinu og fengu auðvitað að pota aðeins í vörurnar sem ég var að sýna þeim og fræðast um Real Techniques burstana.

Eins og alltaf þá steingleymi ég að taka myndir en hér eru þó þrjár sem voru semí í lagi til að sýna…fsu fsu2 fsu3Ég verð að þakka skvísunum í FSU kærlega fyrir mig en ég fékk að vita að það hafi þónokkrar stelpur sérstakelga beðið um að fá mig til að vera með fyrirlestur!

Ef þið hafið áhuga á að fá förðunarsýnikennslu í skólann ykkar hvort sem það er á vegum nemendafélaga eða skólanna ekki hika við að hafa samband við mig – ernahrund(hjá)trendnet.is. Fyrirlesturinn sem ég er með er sirka 40mín – klukkutími. Ég byrja á því að fara yfir húðhreinsun, svo kenni ég grunnförðun, sýni sitthvora augnförðunina og kenni hvernig á að móta varir :)

EH

Gullfalleg augnskuggapalletta

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Loa

    27. February 2014

    Flott hugmynd og framkvæmd