fbpx

Fegurð fyrir allan aldur!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittReykjavík Makeup Journal

Mig langaði að deila með ykkur einni af minni uppáhalds greinum sem ég skrifaði fyrir síðasta tölublað Reykjavík Makeup Journal. Það var alltaf planið hjá mér að deila með ykkur skemmtilegum greinum úr blaðinu og nú þegar blaðið er nánast alveg búið – til örfá eintök inní Hagkaup Holtagörðum – þá langar mig að fara að birta eitthvað af efninu fyrir ykkur.

Eins og þið sem hafið fylgst með mér og eigið eintak af blaðinu vitið þá var þemað húðin og húðumhirða. Ég er að reyna að gera mitt besta til að ná að gefa konum á öllum aldri góð ráð. Ég held ég hafi fundið mjög gott jafnvægi í þessu tölublaði og ég er mjög hreykin af því og þetta hvetur mig bara til að gera enn betur næst – en nú er ég einmitt að byrja á því næst og ég er svakalega spennt fyrir því!

En mig langaði að segja ykkur frá þessari tilteknu grein – Fegurð fyrir allan aldur – hver pælingin var og afhverju ég valdi hana til að vera með. Pælingin er alltaf að reyna að vísa konum í rétta átt með vali á vörum. Þegar ég var að byrja að vinna blaðið las ég grein í danska Costume og ég heillaðist svo ég sótti mér innblástur til hennar. Mér fannst mikilvægt að það væru tvenns konar leiðbeiningar fyrir konur til að finna sínar vörur – aldur og einkenni. Aldur er afstæður í svo mörgu og þar á meðal þegar kemur að húðumhirðu. Húðin er í misgóðu ástandi og aldur segir sjaldan til um það.

Svo hér ættuð þið að fá nokkrar góðar vísbendingar um góðar vörur sem henta ykkar húðgerð. Ekki einblína á aldurinn – lesið textann og metið vörurnar í samræmi við ykkar húð.

74 75 76 77 78

Fyrir ykkur sem hafið ekki enn kíkt á blaðið þá finnið þið það á heimasíðu Hagkaupa HÉR.

Ég ætla svo á næstunni að deila með ykkur fleirum af mínum uppáhalds greinum. Munið svo að láta mig vita ef það er eitthvað efni sem ykkur langar að sjá í næsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal – ég tek hoppandi kát á móti öllum hugmyndum!

EH

Greinin sem þið sjáið hér fyrir ofan og vörurnar þar birtust í 4. tbl Reykjavík Makeup Journal. Blaðið er gefið út í samstarfi við Hagkaup, engar umfjallanir í blaðinu eru greiddar, allar vörur eru valdar inní blaðið af mikilli kostgæfni og í tengslum við efnið sjálft sem er ákvarðað af ritstjórn***

Leyndarmál Makeup Artistans: Maskara Tips!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. RR

    31. March 2015

    Takk fyrir þessa grein, hjálpaði mér mikið með svitaholupælingarnar mínar :)

  2. Margrét Káradóttir

    8. April 2015

    Mjög góð grein og áhugaverð, finnst oft vanta svona umfjallanir um krem og húðvörur og þá sérstaklega fyrir 40 ára og uppúr :Þ Þetta er aldurshópur sem gleymist oft en örugglega oft sá hópur sem kaupir dýrari vörur. Það væri samt mjög gott ef verð væri við vörurnar, það myndi allavega hjálpa mér við að ákveða hvað mig langaði að prófa næst (það væri þá auðvitað það verð sem varan kostar þegar blaðið kemur út). Takk fyrir allar góðu umfjallanirnar þínar, ég fylgist alltaf með blogginu þínu ;)

    • Hjartanlega sammála þér – þetta er aldur sem gleymist of oft en ég er að reyna að taka mig á;) Markmið ársins er að geta vonandi boðið uppá lúkk færslur fyrir konur á öllum aldri hér á blogginu með hjálp lesenda sem eru til í að setjast í förðunarstólinn!

      En eins og er bætast ólíklega verð inní blaðið án næstunni því miður… það er helst eingöngu vegna þess að það er svakalega mikil aukavinna og á meðan við erum raunar bara tvær að vinna í þessu – ég og uppsetjarinn þá hefur ekki unnist neinn auka tími til að koma því í lag. En þetta er samt mjög góð ábending sem fer á to do listann :)

      • Margrét Káradóttir

        8. April 2015

        Takk fyrir svarið og já, ég skil að það sé mikil aukavinna fólgin í því fyrir ykkur bara tvær. Flott blað hjá ykkur ;)