fbpx

Falleg & Bleik Vorförðun

DiorFallegtmakeupMakeup Tips

Núna þegar vorið liggur í loftinu er ég búin að kynna mér langflestar af vorlínunum hjá snyrtivörumerkjunum og það sem einkennir langflestar línurnar eru bleikir litir og kóral litir – sem mér finnst skemmtileg tilbreyting. Ég hef nú þegar sýnt ykkur lúkk frá bleiku og rauðu línu Bobbi og núna er komið að DIOR. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi snyrtivaranna frá Dior og sérstaklega kannski heilluð af því mér finnst yfirleitt makeupið sem Pat McGrath stýrir alltaf á sýningunum þeirra bera af. Fyrr í mánuðinum skrifaði ég almennt um vorlínuna frá Dior – HÉR – og gaf ykkur smá preview en mér finnst það eiginlega ekki nóg þið verðið að fá að sjá aðeins fleiri sýnishorn af því hvað litirnir eru einstaklega fallegir og passa vel við okkar íslenska litarhaft.Augnskuggablýantar hafa verið ansi vinsæl nýjung hjá snyrtivörumerkjum undanfarið eins og t.d. hjá Smashbox og Maybelline – Dior er enginn eftirbátur þeirra og kynnti með vorlínunni sinni nokkra slíka en þeir gerðu betur og í staðin fyrir einfaldan svamp á hinum enda blýantsins – reyndar er hann eiginlega eins og penni þessi frá Dior, það er alveg óþarfi að ydda hann nefninlega – þá er svampurinn með lit í sem er sá sami og á augnskugganum nema þar er hann í púðurformi og með flottum highlight í. Það komu 4 litir, svartur, grár, beige og sá sem ég prófaði bleikur. Augnskuggapennarnir eru innblásnir af leyndarmálum makeup artistanna sem vinna baksviðs á sýningum og setja púður yfir sterka augnskuggaliti eins og þessa í pennunum til að auka endingu þeirra. Hér fyrir neðan sjáið þið augnskuggapennann og pallettuna sem ég notaði.

Innblásturinn fyrir línuna voru meðal annars bleikir silkiborðar og því þýddi ekkert annað en að taka þetta bara alla leið og næla sér í smá af þessum sama innblástri. Ég byrjaði á því að setja bleika litinn beint á augnlokið, setti hann þétt uppvið eyelinerlínuna og dreifði svo úr honum og bætti á litinn með svampinum – með því fær liturinn flottan ljóma og betri endingu. Að því loknu tók ég hvíta litinn úr pallettunni og setti í innri augnkrókinn og alveg efst á litinn eða í globuslínuna til að gefa smá meiri highlight og mýkja útlínur – ég setti ekki undir augabrúnirnar mér fannst það aðeins of mikið. Svarti liturinn í pallettunni er svo gel eyeliner sem ég setti á augun og laumaði smá spíss á endann. Fallegi liturinn lengst til hægri í pallettunni er svo glossið sem ég er með á vörunum.

Svona langar mig að taka á móti vorinu bleik og sæt!

Skv. litafræðinni sem ég lærði þá fara bleikir litir bláum augum mjög vel – hann gerir augun alveg extra blá en svo finnst mér liturinn ekkert fara mínum brúnu augum síður. Svo ég hvet ykkur til að fá ykkur fallegan bleikan lit um augun í næstu makeup innkaupum:)

EH

Dries Van Noten - Fred & Ginger

Skrifa Innlegg