fbpx

Dior – Chérie Bow

DiorÉg Mæli MeðFallegtLúkkmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Við Tinni fórum í langan og góðan göngutúr hér í hverfinu í gær og sólin skein allan tímann. Nú loksins finnst mér eins og vorið liggi í loftinu og þá er vel við að fara að tala aðeins um fallegu makeup vorlínurnar sem streyma til landsins:)

Línan frá Dior nefnist Chérie Bow og er innblásin af satínborðum og bleikum rósum – mikið af makeupvorlínunum innihalda bleika tóna og eins og ég talaði um í síðustu viku þá finnst mér það æðislegt. Fyrst var það skartgripahönnuður Dior, Camille Miceli, sem hannaði Chérie Bow Pallette sem var svo grunnurinn að línunni. Mér finnst nú ekki agalegt að eignast augnskuggapallettu sem er hönnuð af skartgripahönnuði Dior!Línan samanstendur af:

  • 2 “Chérie Bow Pallette” og hún inniheldur 3 augnskugga, svartan eyeliner og gloss.
  • 2 augnskuggapallettur sem innihalda 5 liti.
  • Augnskuggapalletta sem inniheldur 3 liti.
  • 2 tónar af kinnalitum, orange og bleikur.
  • 4 léttir varalitir.
  • 4 naglalökk.
  • Gloss.
  • 4 augnskuggar í stiftformi – fyrir miðju á myndinni, fjalla nánar um þá seinna:)

Á myndinni er ég með varlit í litnum Charmante nr. 437 og kinnalit í litnum Tender Coral nr. 659. Látlausir og fallegir litir sem eru svo fullkomnir fyrir vorið.

EH

DKNY - Camel liturinn áberandi

Skrifa Innlegg