fbpx

Facebook Sigurvegari

Burt's BeesNýtt í snyrtibuddunni minniTrendVarir

Fyrir stuttu gerðist ég svo fræg að sigra í Facebook leik hjá Burts Bees. Merkið var að kynna nýja liti í Shimmer varasölvunum hjá sér og ég valdi mér litinn Plum Prune.

Ég er alveg kolfallin fyrir varalitatrendinu sem er í gangi og mér finnst ekki skemma fyrir að varirnar mínar fái góða næringu um leið og þær fá flottan lit.

Þið eigið kannski bágt með að trúa því en áður en ég eignaðist þennan varasalva frá merkinu þá hafði ég aldrei prófað vörur frá Burt’s Bees þó svo mig hafði lengi langað til þess. Ég er ótrúlega hrifin af þessum varasalva og mig langar endilega í fleiri liti.
Ólíkt mörgum svona Tinted varasölvum þá er liturinn úr þessum mjög þéttur og hann dreifist jafnt. Ég valdi mér náttúrulega frekar dökkan lit svo ég ver eiginlega að vera með spegil fyrir framan mig þegar ég set litinn á mig svo varirnar verði ekki skakkar. En það vandamál á nú ekki við um ljósari litina :)

Þessi er kominn í snyrtibudduna mína og hann er ekkert að fara þaðan í bráð.

EH

Marc Jacob snyrtivörur

Skrifa Innlegg