fbpx

Ég kveð í þetta sinn

Lífið Mitt

Á fallegum degi sem þessum er tilvalið að taka sér smá part af deginum og hugsa tilbaka og þakka fyrir allt sem ég hef fengið að upplifa í tengslum við þessa yndislegu síðu mína. Í 5 ár hefur Reykjavík Fashion Journal leikið stórt hlutverk í mínu daglega lífi. Að vera með blogg hefur skapað mér mörg af stærstu tækifærunum sem ég hef fengið, ég hef fengið að kynnast fullt af yndislegu fólki sem ég er svo heppin að geta kallað vini mína. En nú er kominn tími á að feta nýjar slóðir, grípa ný tækifæri og setja sér ný markmið, nú er kominn tími til að kveðja. Ég kveð í þetta sinn og segi sjáumst síðar.

Fyrir stuttu tók ég við nýju starfi, ég þrái stöðugleika fyrir mig og strákana mína og bara það eitt að komast í frí endrum og eins. Í nýju starfi langar mig að gera svo margt og mér þykir mikilvægt að fá ákveðið svigrúm til að takast á við ný markmið og skapa mér ný tækifæri og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.

Að fá að hafa verið partur af Trendnet er mikill heiður og ég mun ætíð líta til baka full af ást og kærleik í garð þessa frábæra fólks sem hefur skrifað á síðuna með mér. Að fá að kynnast öllu þessu fólki hefur verið sannur heiður, ég dýrka þau öll og öll höfum við gengið saman í gegnum svo marg og alltaf styrkist vináttan með hverju árinu sem líður. Ég mun líklega sakna þess mest að hitta þessa vini mína og styrkja vináttuna okkar enn frekar.  Þau hafa kennt mér svo marg og ég vona að ég skilji eitthvað eftir mig líka hjá þeim, við höfum hlegið og átt endalaust af góðum stundum saman og ég mun sakna þess að vera svona stór partur af þeirra líif.

_MG_5846

 

Ljósmyndari: Íris Dögg

Mest af öllu mun ég þó sakna ykkar, ykkar allra sem taka part úr deginum til að kíkja hingað inn í heimsókn, til að lesa orðin mín, til að senda mér kveðjur, til að hrósa mér, leiðrétta stafsetningarvillur og gleðjast með mér yfir litlu sigrunum í lífinu. Ég get ekki með nokkru móti líst þakklæti mínu í ykkar garð, ef ég myndi reyna það myndu tárin eflaust fara að flæða niður með andlitinu. Ég held líka bara að ég búi ekki yfir nógu góðum orðaforða til að lýsa þakklæti mínu og tilfinningunum í ykkar garð – án ykkar hefði þetta aldrei verið svona skemmtilegt.

Ég ætlaði alltaf að blogga þangað til mér þætti það ekki gaman lengur, að mér myndi finnast það lýjandi og þreytandi. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í dag er að blogga, ég elska að blogga, ég dýrka bloggið mitt og það færir mér ómælda gleði á hverjum degi. Ég er svo heppin að ég fæ að hætta þegar mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt, ég vil meina að ég sé að hætta á hápunkti ferilsins míns en nú er komin tími á nýtt. Hver veit nema Reykjavík Makeup Journal og Reykjavík Fashion Journal skjóti upp hausnum síðar – ég held því opnu að sjálfsögðu þó það verði ekki á næstunni.

Ég er búin að leyfa lesendum að vera fluga á vegg í lífi mínu undanfarin ár en nú er ég tilbúin til að hverfa í smástund, ætli það hafi ekki verið erfiðast að vera viðfangsefni í neikvæðum samtölum á milli fólks, það gat sært. Ég veit svo sem að ég hef gefið ágætis færi á sjálfri mér en ég vil meina að ég hafi alltaf komið hreint fram og reynt að hafa hreinskilni og einlægni að leiðarljósi. Ég hef lært svo margt á þessum síðustu árum og lærdómurinn sem ég dreg einna helst af undanförnum árum er að bera virðingu fyrir öllum sem í kringum mig eru. Ég ákvað snemma á bloggferlinum að lista niður mín gildi og setja mér ákveðnar siðareglur og ég get stolt sagt að ég hef aldrei brotið þær og alltaf verið samkvæm sjálfri mér. Ég sá alltaf fyrir mér að ég gæti mögulega nýtt bloggið mitt til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri og ég er mjög stolt af því og vona að ég hafi skilið eitthvað eftir mig með færslunum um fyrirmyndir, fæðingarþunglyndi, fósturlát, slitför og líkamsvirðingu, ef það tókst mun ég skilja mjög sátt við mitt.

Eitt að lokum, eitt svona síðasta ráðið frá mér – ráð sem ég gef reglulega því það nýtist mér á hverjum degi. Hrósið á hverjum degi, hvort sem það er að hrósa ykkur sjálfum eða fólkinu í kringum ykkur. Hrós færa lífinu svo mikla gleði, kærleik og ást – nýtið ykkur þau til að gera lífið og hvern dag betri.

Mig langar að segja takk fyrir mig, takk fyrir allt þessi síðustu 5 ár þið og ykkar þáttaka í þessu ævintýri mínu er mér ómetanleg***

Ykkar einlæg – alltaf,

Erna Hrund Hermannsdóttir
Reykjavík Fashion Journal
Reykjavík Makeup Journal

Toppurinn að fá að velja sér sjáfur skó

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

18 Skilaboð

  1. Elín

    20. March 2016

    Takk fyrir mig, þú hefur kennt mér ótrúlegustu hluti. Gangi þér vel á nýjum vettvangi!

  2. Guðrún Kristín

    20. March 2016

    Æ, það sem ég mun sakna þín elsku Erna! Vonandi verður nýja starfiðdásamlegt! Takk fyrir yndislegt blogg❤️❤️

  3. Hulda Margrét Schröder

    20. March 2016

    Takk kærlega fyrir frábært blogg og gott gengi á nýjum slóðum. :-D

  4. Ágústa

    20. March 2016

    Takk fyrir að fá að vera með þér og ég hef lært mikið að horfa og lesa á allan þinn fróðleik ,

  5. Karen Andrea

    20. March 2016

    Ómæ en leiðinlegt, en á sama tíma gangi þér vel í nýjum ævintýrum ❤️ Búið að vera yndislegt að fylgjast með blogginu þínu, fræðast um nýtt makeup eða lesa skemmtilegu og fallegu pistlana þína, daglegur fastagestur í langan tíma

  6. Tinna Dögg

    20. March 2016

    Ótrúlega mun ég sakna þess að lesa bloggið þitt og ég verð að viðurkenna að ég renni reglulega yfir “gamlar” færslur sem að mer finnst vers nýkomnar inn en eru Kanski orðnar árs gamlar! Þu ert æðisleg!
    Gangi þer ótrúlega vel á nýjum slóðum í lífinu!

  7. Karin

    20. March 2016

    Takk fyrir mig, virkilega gaman að fylgjast með þér og kynnast þér betur ❤️ Þú munt klárlega slá í gegn á nýjum stað :)

  8. Guðrún

    20. March 2016

    Til hamingju með að vera á leið á nýjan vettvang það verður sár eftir sjá eftir þér héðan þar sem ég hef alltaf getað treyst á þínar umfjallanir um make up

  9. Hanna

    20. March 2016

    Kærar þakkir fyrir frábært blogg og gangi þér sem all

  10. Hanna

    20. March 2016

    Kærar þakkir fyrir frábært blogg og gangi þér sem allra best á nýjum vettvangi! :) Mér fannst persónulegu færslurnar langskemmtilegastar og gaman að fá að fylgjast með þér, einlæg og flott :)

  11. Andrea

    20. March 2016

    Takk fyrir fràbær àr og gangi þér vel á nýjum stað ;) hlakka til að fylgjast með þér og veit að við eigum eftir að sjá svo mikklu meira af þér ❤️
    Draumar eru til að láta þá rætast

  12. Hafdís

    21. March 2016

    Takk fyrir einlægt, fallegt og skemmtilegt blogg. Þú hefur hjálpað mörgum með því. Mikið á ég eftir að sakna þín hér á trendnet.
    Gangi þér vel í nýju starfi.

  13. Hildur

    21. March 2016

    Takk fyrir besta bloggið:) og takk fyrir að vera alltaf þú
    gangi þér vel.
    Hlý kveðja

  14. Birna Íris

    21. March 2016

    Takk fyrir æðislegt blogg og gangi þér vel í því sem þú tekur þér næst fyrir hendur :)

  15. Fjóla

    22. March 2016

    Takk fyrir ALLT og gangi þér vel á nýjum stað <3

  16. Svala

    22. March 2016

    Takk fyrir frábært blogg! Þín verður saknað :) Gangi þér vel