fbpx

Dekurkvöld

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenEstée LauderGuerlainHúðMACNip+FabNýtt í snyrtibuddunni minni

 

Í kvöld heldur auglýsingastofan sem ég vinn hjá uppá 10 ára afmælið sitt. Ég byrjaði að vinna á Jónsson & Lemacks fyrir 4 árum síðan – starfaði sem móttökustjóri í 3 ár, fór í fæðingarorlof og sneri aftur í nýtt starf sem snýr að auglýsingum í samfélagsmiðlum. Þetta er klárlega flottasta auglýsingastofa landsins og með skemmtilegasta fólkinu!

Húðin mín er búin að vera í miklu veseni síðustu vikur vegna of mikils stress og álags en það er eflaust eitthvað sem fylgir þessu útgáfuveseni mínu. Ég ákvað því að taka smá dekurkvöld í gær svo húðin mín væri uppá sitt besta í kvöld. Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði og fyrir neðan röðina sem ég notaði þær í:dekur

1. Nip+Fab – djúphreinsir, ótrúlega mjúkur og góður hreinsir sem er samt ekki skrúbbur þannig það er mjög þæginlegt að nudda honum saman við húðina. Ég tók minn tíma í að nudda honum vel inní húðina og hreinsaði síðan með rökum þvottapoka. Það er ofboðslega góð og frískandi piparmyntulykt af hreinsinum.
2. Nærð frá Sóley Organics – uppáhalds rakavatnið mig spreyja því bara létt yfir húðina eftir að ég er búin að hreinsa hana. Ég er ótrúlega skotin í vörunum frá Sóley – mæli hiklaust með þeim!
3. Elizabeth Arden rakamaski – ég elska maska og ég er mjög hrifin af Elizabeth Arden snyrtivörunum, þessi er frekar stífur en ég kann vel að meta það hann gefur mér líka svo mikinn raka. Ég var að fá BB kremið frá merkinu og hlakka til að prófa.
4. MAC Lightful Softening Lotion – þetta bar ég á húðina með bómul. Það nærir húðina, mýkir hana og gefur henni meiri ljóma. Ég er að nota þetta reglulega núna til að sjá hver árangurinn verður.
5. Estée Lauder Advanced Night Repair augnserum – Er ótrúlega skotin í þessu augnserumi frá Estée Lauder það nærir svo vel húðina í kringum augun sem ég þarf svo sannarlega á að halda þar sem ég er reglulega að erta þess viðkvæmu húð.
6. Gurlain Super Aqua-Serum – Rakamikið serum sem ég ber yfir alla húðina og niður á háls. Var að byrja að prófa það í gær og mér líst mjög vel á.
7. Shiseido Ibuki augnkrem – augnkrem úr nýrri húðlínu frá Shiseido sem nefnist Ibuki sem er sérstaklega gerð fyrir húð kvenna á mínum aldri – svona fyrstu kremin með smá virkni – sem byggja upp góðar varnir í húðinni.

Ég ákvað að leyfa þessu bara að duga í bili – en í morgun sett ég svo DreamTone frá Lancome yfir húðina. Æðisleg ný tegund snyrtivöru sem ég var að byrja að prófa – meira um hana seinna.

Það er nauðsynlegt að taka dekurkvöld fyrir sjálfa sig reglulega – munið það ;)

EH

Litsterkur gloss frá Chanel

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    18. October 2013

    Skil ekki hvernig hægt er að komast yfir að nota allar þessar snyrtivörur… omg