Þið sem þekkið mig vitið að ég er mikill talsmaður dekurkvölda fyrir húðina – ég á alltaf eitt kvöld í hverri viku frátekið til að djúphreinsa húðina, skrúbba hana og setja loks maska. Ég nota langoftast rakamaska en stundum nota ég líka hreinsimaska með. Í gær átti ég kvöld með einum af mínum uppáhalds möskum og lauk dekrinum með uppáhalds næturkreminu.
Í gær byrjaði ég á því að hreinsa húðina með hreinsimjólk, notaði svo augnhreinsi til að hreinsa í kringum augun. Svo þegar húðin var orðin tandurhrein notaði ég djúphreinsi til að þrífa húðina enn betur. Svo setti ég létt andlitsvatn yfir húðina og þegar það var þornað bar ég rakamaskann yfir alla húðina…
Hér sjáið þið vörurnar tvær sem voru í aðahlutverki!
Visible Difference Hydration Boost Night Mask (þennan ættuð þið að hafa séð oft áður á síðunni) – besti vinur þurru húðarinnar minnar og Eight Hour næturkremið – báðar vörurnar eru frá Elizabeth Arden.
Næturkremið hef ég skrifað um áður HÉR en þetta er bara eitt það besta krem sem ég hef prófað. Það er ótrúlega drjúgt og frekar þykkt svo ég get ímyndað mér að þær sem eru með olíumikla húð fýli það kannski ekki því það virkar feitt. Þetta er dásamlegt krem sem ilmar af lavander sem hjálpar manni að slaka á rétt fyrir svefninn. Morguninn eftir verður húðin svo dásamlega mjúk og það geislar af henni.
Þessi rakamaski er alveg minn uppáhalds! Það er dásmlegur ilmur af honum en hann er mjög þykkur þegar hann kemur útúr túbunni. Ég ber gott lag af honum yfir alla húðina – passa að hann fari ekki inná augnsvæðið. Ég leyfi maskanum að vera á húðinni í svona 10 mínútur og svo bleyti ég grisju uppúr vatni og þríf hann af. Húðin verður rosalega áferðafalleg og ljómar. Maskann myndi ég alveg ráðleggja öllum húðtýpum hann þessi maski er mjög ólíkur mörgum öðrum rakamöskum – alla vega þeim sme ég hef prófað. Hann er eiginlega bara svona orkubúst fyrir húðina ef þið eruð þreyttar. Maskinn er hluti af línu sem nefnist Visible Difference og einkennist af rauða letrinu. Línan samanstendur af vörum sem er ætlað að koma húðinni í fullkomið jafnvægi.
Maskann má sofa með en ég hef ekki enn gert það mér finnst svo gott að bera næturkrem yfir húðina fyrir svefninn sérstaklega eftir að ég er með maska húðin verður svo mjúk og falleg. Mér finnst þessar vörur eiginlega algjört ofurduo fyrir þurra húð.
Frískleg, tandurhrein og vel nærð húð tilbúin fyrir svefninn:)
Ef ykkur líst á þennan þá mæli ég með því að þið skellið ykkur nú fyrst í stelpubíó því aftan á bíómiðunum á myndina The Other Woman með Cameron Diaz, Leslie Mann og Kate Upton er boðið uppá 20% afslátt af Elizabeth Arden vörunum í verslunum Lyf & Heilsu.
Mig dauðlangar að sjá þessa mynd og ekki er verra að fá afsláttinn – ég veit líka hvaða vöru ég myndi kaupa mér en það er þessi hér…
Green Tea Honey Drops Body kremið er eitt það besta sem ég hef á ævinni prófað. Það ilmar dásamlega en það inniheldur hunangsagnir sem bráðna þegar maður nuddar því yfir húðina – fullkomið fyrir sumarið!!
Dekurkvöld fyrir húðina er möst að minnsta kosti einu sinni í viku – með alla vega húðskrúbb og maska – þetta er skipun frá mér ;)
EH
Skrifa Innlegg