Ég fékk leyfi frá Andreu og Aldísi Páls til að birta myndirnar sem sú síðar nefnda tók á tískusýningu þeirra fyrrnefndu. Aldís hefur held ég bara alltaf tekið myndir fyrir lookbookin hennar Andreu og því liggur augum uppi að hún hafi séð um að mynda sýninguna fyrir hana.
Á tískusýningunni var alveg stappað og greinilegt að hönnun Andreu hefur safnað sér sterkum aðdáendahópi. Ég er alla vega meðlimur í aðdáendaklúbbi Andreu og ég var að missa mig úr aðdáun baksviðs fyrir sýninguna. Ég pantaði eitt af öllu hjá Andreu eftir sýninguna!
Fjaðurermarnar eru aðeins of fallegar!
Ofboðslega fallegur kjóll:)
Ef ég væri aðeins hávaxnari þá myndi ég kaupa þessar buxur strax!! Ég held ég sé aðeins of lítil en það mun ekki stoppa mig frá því að máta þær þegar ég get – og kaupa ef þær passa ;)
Æðislega sumarlegir maxi kjólar!! Finnst þetta munstur alveg æðislegt en þetta er alveg það sama bara í hvítu og svörtu. Hér eru skvísurnar svo með alvöru sólhatta og vintage Christian Dior sólgleraugu sem fást í AndreA Boutique.
Þetta er bara of fallegur jakki – ég á svartan og hann er ofnotaður – passar við allt.
Hlébarðamunstur er ómissandi partur af sumarlínunni.
Þessi samfestingur er bara aðeins of fallegur. Fíla líka víðu skálmarnar í botn.
Bleiki liturinn kemur sterkur inn við fallega maxi kjólinn. Munstrið í kjólnum er hannað af Óla manninum hennar Andreu sem er grafískur hönnuður.
Hér er svo sama munstur í samfesting. Svona samfestingur er á óskalistanum mínum fyrir sumarið.
Hér sjáið þið svo flíkina sem er efst á mínum óskalista úr sýningunni – þessi kimono er auðvitað sjúkur!
Svo falleg kápa – sólhatturinn er líka mjög skemmtilegur en því miður sjáið þið hann ekki á hlið hér en
þetta er eiginlega derhúfu sólhattur.
Annar trylltur Dianna Ross samfestingur. Gullliturinn kom sterkur inn á sýningunni.
Hlébarða maxi kjóll við kimono, gullkeðju og sólhatt – bara flott!
Þessir kjólar voru auðvitað showstopper kvöldsins. Það sem sést þó ekk nógu vel er að í fellingunum á pilsinu eru gullrandir sem gera rosalega fallega áferð á pilsin.
Hér er svo stjarna kvöldsins sem var fagnað svo Hafnarborg nánast skalf! Andrea var svo ásamt öllum fyrirsætunum klöppuð upp aftur – það hef ég aldrei séð áður fyr á tískusýningu. Þá stóð ég baksviðs með tárin í augunum uppfull af stolti fyrir að fá að taka þátt í sýningunni og svo var ég auðvitað að springa úr gleði fyrir hönd Andreu minnar.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Hönnun: Andrea Magnúsdóttir
Förðun: ég með vörum frá L’Oreal ásamt Hafdísi Ingu og Gunnhildi Birnu
Hár: Theodóra Mjöll
Staður: Hafnarborg
HÉR getið þið séð myndir af öllum dressum sýningarinnar!
Allar flíkurnar sem þið sjáið eru partur af sumarlínu Andreu en margar flíkurnar eru nú þegar fáanlegar í verslun hennar á Strandgötunni í HFJ og hinar væntanlegar innan skamms.
EH
Skrifa Innlegg