fbpx

Burstarnir með fjólubláa skaftinu – sýnikennsluvideo

FörðunarburstarJólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistMakeup TipsReal TechniquesSýnikennsla

Þá er komið að næstu Real Techniques sýnikennsluvideoum – ég er búin að gera video fyrir alla burstana en það var ákveðið að pása aðeins birtinguna á þeim þar sem margir burstanna seldust upp á stuttum tíma. Nú er hins vegar komin ný sending í hús og verslanirnar sem selja burstana ættu að vera stútfullar!

Real Techniques burstana finnið þið í Hagkaupum, Lyfju, Kjólar og Konfekt og inná Heimkaup.is,

En að fjólubláu burstunum! Burstunum er skipt í flokka eftir litum á sköftum, ég er nú þegar búin að setja inn myndböndin um burstana með appelsínugulu sköftunum og næst eru það burstanir með bleiki sköftunum. Þessir með fjólubláu sköftunum eru til að gera fullkomnar augnfarðanir. Það er til burstasett sem inniheldur 5 mismunandi bursta og svo eru þrír stakir burstar. Endilega kíkið á myndböndin til að sjá hvernig ég mæli með því að þið notið burstana.

Starter Set – förðunarburstasett sem inniheldur fimm mismunandi bursta sem gera ykkur kleift að gera allar þær augnfarðanir sem ykkur dettur í hug! Ég valdi að sýna einfalda augnförðun þar sem ég nota alla burstana til að bera mjög skemmtilega augnskuggapallettu á augun.

Shading Brush – eini burstinn sem mér finnst vanta í burstasettið er þessi bursti. Ég nota alltaf svona flata augnskuggabursta til að bera augnskuggana á augun.

Fine Liner Brush – enn mjórri eyelinerbursti en sá sem er í Starter Set, þessi hentar í meiri nákvæmnisvinnu.

Lash-Brow Groomer – snilldarbursti sem hjálpar til við að gera fullkomnar augabrúnir og er besta og einfaldasta leiðin til að fá fullkomin, þétt og aðskilin augnhár.

Ég vona að þessi myndbönd hafi hjálpað ykkur – ég verð svo að kynna burstana í nokkrum vel völdum verslunum á næstunni allt fram til jóla. En þessir eru fullkomin jólagjöf að mínu mati fyrir allar konur sem farða sig. Ég læt ykkur vita bráðum af næstu kynningu sem er bara handan við hornið :)

EH

Rihanna <3 MAC - myndir frá opnun

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. tota

    1. November 2013

    hæhæ hvar fást burstarnir? og hvað kosta þeir?

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2013

      Heyrðu þú færð þá í td hagkaupum, lyfju, lyf og heilsu, kjolar og konfekt og inná heimkaup.is – þetta eru 11 vörur þar af tvö burstasett með 4 og 5 burstum hvort. Minnir að ódýrasti burstinn se i kringum 1000kr og dyrasta varan sem er annað settanna er á um 6000kr – en verðin eru að sjálfsögðu misjöfn eftir verslunum:)