Við Aðalsteinn fórum í brúðkaup í gær og ég ávað að reyna að hafa förðunina með smá rómantísku ívafi. Ég notaði mjúka og hlýja liti og hér sjáið þið útkomuna:
Húðin:
Smashbox Photo Finish primer – Smashbox Halo HD Foundation – Diorskin Nude sólarpúður – Diorblush, Brown Milly.
Augu:
MAC Veluxe Pearlfusion augnskuggapalletta í litnum Smokeluxe – Lancome Khol Hypnose vatnsheldur eyeliner í svörtu – L’Oreal Superliner Perfect Slim – YSL Mascara Volume Effet Faux Cils.
Augabrúnir:
Maybelline Eyestudio Mono, Chocolate Chic 750.
Varir:
Chanel Rouge Coco, Mystique.
Ég notaði augnskugga úr nýrri pallettu frá MAC á augun og ákvað að hafa bara létta skyggingu í globuslínunni. Ég byrjaði á því að grunna augnlokið með ljósasta litnum í pallettunni og gerði skarpa skyggingu í globuslínuna með brúnum augnskugga. Næst setti ég línu með fram augnlokinu með svörtum vatnsheldum eyeliner frá Lancome sem ég smudge-aði létt. Svo notaði ég Superliner eyelinerinn frá L’Oreal til að gera spíssinn.
Hér fyrir neðan sjáið þið vörurnar sem ég notaði:
EH
Skrifa Innlegg