fbpx

Bronze Goddess

AuguÉg Mæli MeðEstée LauderNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15

Sumarlínan frá Estée Lauder er sannarlega glæsileg í ár og þegar ég skoða vörurnar þá þrái ég aðeins heitara loftslag, sól, sand og fallega gyllta húð…!

Línan er einföld og klassísk en Bronze Goddess er með þekktari vörumerkjum innan Estée Lauder og aðdáendur merkisins bíða línunnar með mikilli eftirvæntingu á hverju ári. Ég hef ekkert mikið þekkt til hennar sjálf, kynntist línunni fyrst í fyrra en ég er algjörlega húkkt á ilminum sem ber sama nafn. Hér á Íslandi er ilmurinn sérstaklega vinsæll og nú þegar virðist sá nýji hafa slegið í gegn því hann er að seljast mjög hratt úr verslunum og trúið mér þessum viljið þið ekki missa af mér finnst hann samanstanda af öllum þeim tónum sem minna mig á sumarið.

En förðunarvörurnar í línunni eiga það allt sameiginlegt að tóna mjög fallega saman við sólkyssta húð og gefa húðinni fallegan ljóma hvort sem það er á húð, augum eða vörum – já eða líkama. Ég tók saman nokkrar myndir af vörum línunnar í ár til að gefa ykkur smá þef af því sem er fáanlegt í Bronze Goddess línunni.

Ég viðurkenni það fúslega að augun mín laðast samstundis að augnskuggapallettunni sem ég var einmitt svo heppin að fá sýnishorn af. Ég er nú þegar búin að gera tvær augnfarðanir með pallettunni sem þið sem fylgist með ernahrundrfj á snapchat hafið vonandi séð hjá mér um daginn. Pallettan býður uppá helling af möguleikum en tvær farðanir liggja augum uppi alla vega sá ég þessar tvær farðanir fyrir mér um leið og ég sá pallettuna.

bronzepalletta

Hér er förðunin sem ég gerði með neutral litunum í pallettunni…

bronzepalletta3

Hér er svo augnförðunin sem ég gerði með glæsilegu litutunum sem eru hægra megin í pallettunni, þessi finnst mér æði – hin er auðvitað alveg svakalega klassísk.

bronzepalletta2

Farðanirnar ætla ég að sýna ykkur betur seinna í vikunni og segja ykkur betur frá því hvernig ég gerði.

Ég þarf svo kannski ekki að taka það fram en að sjálfsögðu þá eru vörurnar eingöngu fáanlegar í takmörkuðu upplagi og þegar þær klárast þá eru þær búnar – svo ekki vera seinar og eiga á hættu að missa af þeim ef þið girnist þær. Ég er alla vega mjög sátt með augnskuggapallettuna ég hef ekki náð að skoða hinar vörurnar úr línunni nógu vel en annars líst mér mjög vel á sólarpúðrið það virðist vera alveg svakalega áferðafallegt – en að förðunarvörunum ólöstuðum er ilmurinn ómissandi!

Hlakka til að gera eitthvað meira skemmtilegt Estée á morgun***

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér  fékk ég senda sem sýnishorn, þ.e. pallettuna. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Fegurðarbletturinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1