fbpx

Fegurðarbletturinn

FallegtHúðLífið Mitt

Ég á einn góðan fegurðarblett sem er kominn úr vetrardvalanum. Ég kalla þetta reyndar sjaldan blett því hann minnir mig meira á eina góða klessu – já eða tvær, einn alveg við augað og annar aðeins neðar. Blettinn sýni ég sjaldan hér á síðunni þar sem hann er á þeirri hlið andlitsins sem ég tel að myndist aðeins ver en hin – það var t.d. vandræðalega erfitt að ná góðum myndum af blettinum því ég var svo óvön því að taka myndir af þessum helming andlitsins.

Mér þykir voða vænt um það þegar bletturinn lætur sjá sig, mér finnst það alltaf merki um frískleika og heilbrigði í húðinni því þá er hún aðeins búin að fá smá sól og D vítamín. Ég passa þó vel uppá húðina og er yfirleitt með sterkar varnir í framan, annað hvort SPF30 eða SPF 50.

blettur6 blettur3 blettur

Persónueinkennið mitt sem fór svo í taugarnar á mér hér fyrir nokkrum árum því fólk var alltaf að benda mér á að ég væri skítug í framan. En ég hef lært að elska hann á ný og mér finnst yndislegt að hann sé kominn úr felum…

EH

Bjútítips: Sólarskysst húð með dökkum farða!

Skrifa Innlegg