fbpx

Bjútítips: Sólarskysst húð með dökkum farða!

Estée LauderHúðMakeup ArtistMakeup TipsSS15

Ég veit það er algjörlega óskrifuð regla sem á ekki einu sinni að þurfa að segja upphátt með að maður eigi aldrei að nota of dökkan farða ekki einu sinni til að dekkja húðina aðeins… Ég hef alltaf hunsað aftari helming þessarar reglu enda er eina reglan sem mér finnst að konur eigi að fara eftir – að það séu engar reglur þegar kemur að förðun! Við eigum alfarið að gera það sem okkur líður best með ég sem förðunarfræðingur get eingöngu boðið uppá leiðsögn og sagt hvað mér finnst.

Mér þykir sérstaklega vænt um hvað bjúítips liðurinn hefur verið vinsæll meðal ykkar og ég legg mig þar af leiðandi bara enn meira fram við að koma með góð ráð sem geta nýst ykkur. Hann á að vera fastur liður á þriðjudögum en vegna anna undanfarið hef ég ekki náð að finna uppá neinu snilldarráði en nú er komin smá lægð í vinnutörn – loksins. Nú ætla ég að ráðleggja ykkur að nota dökka farða til að gefa húðinni sólkyssta áferð… já ég er svona skrítin ;)

En þetta virkar ég lofa því – sjáið bara muninn á mér fyrir og eftir…

bjútítipssól11

Það er þó smá sem þarf að hafa í huga þegar dekkri farði er notaður svo ég ætla að fara yfir þetta með ykkur skref fyrir skref og segja ykkur frá vörunum sem ég valdi að nota í færsluna en þær eru að sjálfsögðu frá Estée Lauder í stíl við þemavikuna sem er nú í gangi…

bjútítipssól10
Illuminating Perfecting Primer – Double Wear All-Day Glow BB SPF30 – Double Wear Brush-On Glow BB

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég notaði. Þar sem ég er að fara að ráðleggja ykkur er að velja lit af farða eða stafrófskremi sem ég geri í þessu tilfelli sem er einum tóni dekkri en sá sem þið mynduð annars nota. Oft er líka bara gott að eiga tvo liti af farðanum ykkar, ljósan sem hentar ykkur yfir veturinn og svo dökkan í sama litatón sem þið getið notað til að dekkja ykkar farða á sumrin. Svo þá til að ná þessu bjútítipsi getið þið bara sett aðeins meira af dökka litnum en þið eruð vanar útí þann ljósa. Ég nota ljóma til að móta húðina með þessum dökka farða til að draga úr hættu á því að andlitið mitt verði flatt og óspennandi þess vegna byrja ég á því að setja ljómandi primerinn undir á hreina húð. Hann er léttur og gelkenndur og það dreifist mjög fallega úr honum og hann gefur húðinni náttúrúlegan ljóma.

bjútítipssól9

Hér er ég með tandurhreina húð og fallega ljósa nánast gegnsæja húðlitinn minn og primerinn. Þið sjáið auðvitað lítið sem ekkert af primernum því hann er alveg glær en hann skýn fallega í gegnum farðann í sólarljósi.

bjútítipssól7

Næst er það BB Glow kremið, sjálf nota ég lit nr. 1 en hér er ég með lit nr. 2. Það sem er þó mikilvægt að passa uppá er að velja sér réttan litatón, ég er með gulan undirtón í húðinni og vel mér því gultóna grunnförðunarvörur. Við erum nú langflestar með gulan undirtón en það er algengast að rauðhærðar konur séu með rauðan undirtón í húðinni.

bjútítipssól6

Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að dreifa fullkomlega úr kreminu. Ég nota bara örlítið af kreminu og vinn það alveg svakalega vel með hringlaga hreyfingum yfir alla húðina. Af því ég er með svo dökkan grunn er jafnvel mikilvægara en áður að passa uppá að fara með kremið útá eyrun, niður eftir hálsinum (ég dekki hann svo eftir á með sólarpúðri) og útað hárlínunni. Mér finnst mér hafa tekist ágætlega til en maður getur þó alltaf gert aðeins betur… En nú er undirstaðan komin, en að sjálfsögðu er ég með mjög sólkyssta og fína húð núna í takt við freknurnar sem eru nú mættar í öllu sínu veldi en andlitið er samt frekar svona flatt ef þið skiljið mig…

Þá færum við okkur að því allra mikilvægasta og það er mótun andlitsins með ljóma til að gefa andlitinu náttúrulegri ásýnd en samt að halda í þennan sólkyssta lit.

bjútítipssól4

Þá er enn einu sinni komið að stríðsmálningunni.. Hana framkvæmi ég með BB Glow pennanum sem er svona ljómapenni sem hylur samt líka alveg ágætlega, alla vega gefur hann bara mjög náttúrulega og fína þekju sem ég kann að meta við þetta tilefni. Ég ber hann á með pennanum sjálfum á þá staði andlitsins sem standa fram, svo andlitið nái í ljómann á þau svæði húðarinnar sem myndu alltaf fanga sólarljósið fyrst. Svo hér sjáið þið hvernig ég set hann á andlitið og alltaf er ég húkkt þá þessum ljómandi þríhyrningum sem ég set undir augun sem ég sýndi ykkur ekki fyrir svo löngu síðan.

bjútítipssól3

Svo gríp ég fram blöndunarbursta sem er í öllum tilfellum Setting burstinn frá Real Techniques, það kemst bara enginn nálægt honum. Með léttum strokum og hringlaga hreyfinum þá blanda ég ljómanum og BB kremnu saman til að fá áferðafallega og náttúrulega blöndun. Það er svo auðvelt að bæta bara smá ljóma á þau svæði sem þið viljið bara svona aðeins til að móta andlitið á náttúrulea vegu. Hér er ég ekki með neitt púðurkyns bara dökka BB kremið og ljómandi hyljarann. Sjálf elska ég þegar mér tekst að móta andlitið með þessum tveim grunnförðunarvörum því mér finnst skygging alltaf verða fallegri þegar hún er gerð með svona blautum förðunarvörum – náttúrulegt er best – það segi ég alla vega!

bjútítipssól

Svo er bara næsta skref að setja smá í kinnarnar, maskara, varasalva og mögulega litað augabrúnagel, það myndi ég alla vega gera.

Sólkysst húð með alltof dökkum farða – þetta hljómar aðeins betur núna þegar ég er búin að fara svona myndrænt yfir þetta með ykkur. Ég get alla vega samt sagt ykkur það að það mikilvægasta í þessu er lokablöndunin, þið vitið ekki hvað mér leið illa þarna á milli þess sem BB kremið var komið á og áður en ljóminn fór yfir – mér leið ekkert sérlega vel með grímuna mína en ljóminn gerði kraftaverk eins og þið sjáið vel á þessum myndum :)

Vantar ykkur eitthvað tips, eða ráð um hvernig er hægt að gera eitthvað á einfaldan og þægilegan hátt – endilega sendið inn beiðnir fyrir næstu bjútítips hér í athugasemdum – mér þykir líka bara alltaf voðalega vænt um að heyra frá ykkur.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Hvernig ætti ekki að hreinsa förðunarbursta

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Bylgja

  26. May 2015

  Ég á Soleil Tan De Chanel bronser en ég kann bara alls ekki að nota hann. Laumaru ekki á einhverju töfra ráði?

  • úúúú! lúkkar vel – ég hef sjálf ekki prófað þennan en ég myndi bara klárlega passa uppá að vera með góðan raka á húðinni, ef þú vilt nota hann yfir allt andlitið þá myndi ég nota bursta eins og buffing burstann úr appelsínugula RT settinu og vera jafnvel með primar undir til að gera yfirborð húðarinnar jafnara svo það sé betra að vinna litinn yfir andlitið. Svo lítur þetta líka út fyrir að vera vara sem þú getur notað til að móta andlitið þá í staðin fyrir sólarpúður, þá bara yfir farða á þau svæði húðarinnar sem þú vilt skyggja, þá myndi ég nota bursta eins og setting brush frá RT eða jafnvel mjóa púðurburstann úr appelsínugula settinu og blanda litnum vel saman við farðann sem þú ert með undir… – svo er ábyggilega mjög fallegt að nota þennan t.d. á bringu og háls í sumar :)

 2. Hildur

  27. May 2015

  Takk fyrir frábæra bloggið þitt les mjög sjaldan blogg en þetta er bara frábært. Er alltaf að nýta mér góðu ráðin þín:)

 3. Þórdís

  27. May 2015

  gætirðu nokkuð haft eitthvað imbaproof kennsluvídjó um augnkrem og svoleiðis “umhirðu”?

  takk-takk,Þórdís

  • haha já ég skal setja það á to do listann… er að vona að ég nái að fara að taka upp video núna á næstunni hef haft svo lítinn tíma undanfarið en nú verður breyting á – vonandi ;)