fbpx

Bókin sem bjargar brjóstaþokunni

FallegtLífið MittMömmubloggNetverslanir

Vitið þið það að það er ekki langt í það að ég týni sjálfri mér… Ég er svo ofboðslega dofin í hausnum þessa dagana að ég bara í alvörunni skil stundum ekki hvernig ég bara man eftir því að klæða mig í föt á morgnanna. Ég er reyndar alveg viss um að einn daginn muni ég labba út heiman frá mér á náttfötunum.

Ég hef tekið uppá því að skrifa allt niður – í dagatalið í tölvunni, í símann og nú í nýju dagbókina mína. Ef það mun ekki ganga upp fyrir mig að skrifa hluti á alla þessa þrjá staði og gleyma að mæta eitthvert þá held ég ég ætti barasta að gefast upp á þessu og bara láta kæruleysið stjórna för – svona uppað vissu marki auðvitað. Síðasta lausnin væri þó að dreifa gulum post it miðum útum allt heimili og bara svona svo ég muni að bursta tennurnar á morgnanna. Ég vona þó að ég gangi ekki það langt af köflunum að ég þurfi að merkja verðand eiginmanninn og börnin með skærgulum miðum…

Svo nú sný ég vörn í sókn og segi brjóstaþokunni stríð á hendur með hjálp tækninnar og undursamlega fallegu dagbókinni minni sem fæst nú í nýju „deildinni“ í Petit sem ber nafnið fyrir þig…

dagbók4

Munið ég sýndi ykkur flíkurnar sem ég keypti fyrir strákana mína hjá Linneu í síðustu viku en þá sýndi hún mér um leið nokkrar af vörunum sem fást nú fyrir okkur mömmurnar eða bara auðvitað allar konur í búðinni hennar. Ég tók andköf af hrifningu þegar ég sá þessa fallegu dagbók og svo þar að auki þegar ég kíkti inní hana og sá hversu fullkomið skipulagið var inní henni.

dagbók

Bókin er virkilega fallega skreytt og uppsetningin á henni er mjög þægileg en það sem þið sjáið á myndunum er einungis einn möguleiki um hvernig er hægt að halda utan um dagana. Svo er öðruvísi uppsetning á dagatali, það er pláss fyrir mikilvægar dagsetningar, pláss fyrir minnispunkta og pláss til að skrifa niður upplýsingar um skemmtilegt fólk eða tengiliði svo við notum tæknilega orðið…

Ég ætla alltaf að kaupa mér dagbók í byrjun hvers árs, ég gleymi því alltaf og finnst alltaf asnalegt að vera að kaupa heila dagbók þegar það er liðið langt á árið. Þesso dagbók telur 17 mánuði – frá ágústbyrjun og út árið 2016. Loksins fann ég hina fullkomnu dagbók og ég get byrjað að nota hana strax!

Svo nú hefjast dagarnir mínir svona…

dagbók3

Eftir að ég hef skutlað Tinna Snæ í leikskólann sest ég niður með dagbókina, bæti í hana viðburðum, fer yfir vikuna og samræmi tímaplanið mitt – allt á meðan ég borða uppáhalds Chia grautinn minn og drekk dýrindis kaffibolla. Blessunarlega hef ég ekki enn gleymt ráðlögðum dagskammti af kaffi – en ef þetta heldur áfram fer ég að skrifa í bókina mína fyrir hvern dag, muna að drekka einn kaffibolla :)

Fyrir þær sem hafa áhuga á þá fæst dagbókin HÉR í litnum sem ég keypti mér og HÉR í hinum litnum. Ég var með valkvíða yfir því hvaða lit ég ætti að velja en þessi blái heillaði mig strax og fólk hefur verið að dást mikið af fallegu dagbókinni minni – þá hlýtur maður nú að hafa valið eitthvað rétt.

Ég bið ykkur svo bara um að hafa auga með mér – ef þið rekist á mig útá götu, ráfandi um með enga hugmynd í kollinum um það hvað ég er að gera eða hvað ég á að vera að gera, skilið mér þá heim heilu og höldnu. Vonið svo bara mín vegna að þessi brjóstaþoka líði hratt yfir, ég er ekki gerð fyrir það að vera svona gleymin.

EH

Bleikt boð & L'Oreal pallettu sigurvegarar

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Marta Sigurðardóttir

    30. September 2015

    Ótrúlega falleg en virðist vera “out of stock” :( veistu hvenær hún kemur aftur?